Verkfall þriðjudag og miðvikudag

Sendur var út póstur á foreldra og forráðamenn rétt í þessu þar sem kennsla þriðjudagsins 23. maí og miðvikudagsins 24. maí var útskýrð. Endilega skoðið póstinn :)

  • Mánudagur 22. maí. Skólastarf samkvæmt stundaskrá frá kl. 12.00. Frístundastarf og opnun félagsmiðstöðva er óbreytt.
  • Þriðjudagur 23. maí. Skólastarf samkvæmt stundaskrá fyrstu tvær kennslustundirnar og samkvæmt stundaskrá frá kl. 12.00. Ekkert skólastarf er eftir fyrstu tvær kennslustundirnar fram til kl. 12.00. Frístundastarf og opnun félagsmiðstöðva er óbreytt.
  • Miðvikudagur 24. maí. Skólastarf samkvæmt stundaskrá fyrstu tvær kennslustundirnar og ekkert skólastarf eftir það. Frístundaheimili eru lokuð. Starfsemi félagsmiðstöðva er óbreytt. 

Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is