Heimanám

Heimavinna er hluti af námi hvers og eins. Markmið með heimanámi er að vinna með þekkingu sem þegar er áunnin, rifja upp og þjálfa. Heimanám á ekki að vera íþyngjandi fyrir nemendur. Með heimanámi fá forráðamenn tækifæri til að fylgjast með námi barna sinna og styðja við bakið á þeim. Í Skarðshlíðarskóla leggjum við mikla áherslu á heimalestur og að nemendur skrifi í orðabókina sína. Til að ná góðum árangri í lestri er mikilvægt að barnið lesi upphátt heima alla virka dag eða 5 sinnum í viku. Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is