Hour of Code 2023

Klukkustund kóðunar eða Hour of Code var haldin 4. - 8.desember. 

Lesa meira

Forritun

Forritun er kennd í öllum bekkjum í Skarðshlíðarskóla. Í  forritun er unnið með hæfni nemenda til að nota þekkingu og leikni, draga ályktanir, áræðni til að leita nýrra lausna og beita gagrýninni hugsun og röksemdafærlsu. Einnig er unnið með hæfni nemenda til að vinna sjálfstætt, í samstarfi við aðra og undir leiðsöng. Með forritun er því verið að þjálfa umfram allt grunnþætti í lykilhæfni nemenda samkvæmt aðalnámskrá. 

Markmið forritunarkennslunnar er að gefa nemendum færi á að kynnast forritun líkt og list-og verkgreinum.  Þannig öðlast nemendur ákveðið læsi á stafrænni öld og verða ekki einungis notendur tækninnar.  Að auki þjálfar forritun rökhugsun, lausnarmiðaða hugsun og æfir þrautseigju. Samvinna er einnig mikilvægur þáttur í forritun og er svokölluð félaga-forritun mikið notuð, því með samræðum og samvinnu verða til fleiri hugmyndir að lausninni.

Á yngsta stigi er bæði unnið með forritun á blaði og í smáforritum.

Á miðstigi vinna nemendur bæði með smáforrit og forritanleg vélmenni.

Á elsta stigi kynnast nemendur forritunarmálum og læra textaforritun.


Í UT skólanámskrá Skarðshlíðarskóla hefur verið bætt við hæfniviðmiðum í forritun. 
Á hverju ári tekur Skarðshlíðarskóli þátt í "Hour of Code" eða Klukkustundar kóðunar. Þá forrita allir nemendur skólans í klukkutíma. Þetta skemmtilega átak hefur náð til yfir milljarða þátttakenda í yfir 180 löndum. Nánar má lesa um átakið hér.
Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is