Reglugerð um skólaráð

REGLUGERÐ um skólaráð við grunnskóla.

1. gr.   Hlutverk og skipan.

Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skóla-samfélags um skólahald.Skólastjóri hefur forgöngu um stofnun skólaráðs. Hann situr í skólaráði og stýrir starfi þess. Auk skólastjóra sitja í skólaráði tveir fulltrúar foreldra, tveir fulltrúar kennara, einn fulltrúi annars starfsfólks skólans, tveir fulltrúar nemenda og einn fulltrúi grenndarsamfélags eða viðbótarfulltrúi úr hópi foreldra valinn af öðrum fulltrúum skólaráðs. Staðgengill skólastjóra stýrir skólaráði í forföllum skólastjóra.

2. gr.   Verkefni.

Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans í samræmi við stefnu sveitarfélags um skólahald.Skólaráð:a.fjallar um skólanámskrá, rekstraráætlun, starfsáætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið,b.fjallar um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla og gefur umsögn áður en endanlegar ákvarðanir um þær eru teknar,c.tekur þátt í að móta stefnu og sérkenni skóla og tengsl hans við grenndarsamfélagið,d.fylgist með öryggi, húsnæði, aðstöðu, aðbúnaði og almennri velferð nemenda,e.fjallar um skólareglur, umgengnishætti í skólanum,f.fjallar um erindi frá skólanefnd sveitarfélags, foreldrafélagi, kennarafundi, almennum starfsmannafundi, nemendafélagi, einstaklingum, menntamálaráðuneyti, öðrum aðilum varðandi málefni sem talin eru upp í þessari málsgrein og veitir umsögn sé þess óskað,g.tekur þátt í öðrum verkefnum á vegum skólanefndar að fengnu samþykki sveitar-stjórnar.Skólaráð fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða starfsfólks skóla.

3. gr.   Kosning.

Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn. Miðað skal við að skipað sé í ráðið í upphafi skólaárs fyrir lok septembermánaðar. Kosningum skal haga á eftirfarandi hátt:

a. tveir fulltrúar kennara skulu kosnir á kennarafundi,

b. einn fulltrúi annars starfsfólks skal kosinn á starfsmannafundi þess,

c. tveir fulltrúar foreldra skulu kosnir samkvæmt starfsreglum foreldrafélags, sbr. 9. gr. laga nr. 91/2008 um       grunnskóla,

d. tveir fulltrúar nemenda skulu kosnir samkvæmt starfsreglum nemendafélags, sbr. 10. gr. laga nr. 91/2008   um grunnskóla,

e. skólaráð skal sjálft velja einn fulltrúa úr hópi íbúa í grenndarsamfélaginu eða viðbótar-fulltrúa úr hópi   foreldra.

Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Varamenn geta tekið sæti í skólaráði á ein-stökum fundum í forföllum aðalmanns. Varamaður tekur fast sæti við varanleg forföll eða missi kjörgengis aðalmanns, nema nýr sé kjörinn eða valinn í hans stað.Fulltrúi í skólaráði missir hæfi sitt til setu í ráðinu ef tengsl hans við skólann rofna.



Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is