Sérkennsla í Skarðshlíðarskóla

Sérkennsla er sérstakur stuðningur fyrir nemendur með sértæka námserfiðleika, fötlun, lesblindu (dyslexíu) eða grun um lesblindu. Sérkennslan fer fram annað hvort inni í bekk eða litlum hópi utan bekkjar. Margir nemendur sem eru í sérkennslu vinna eftir bekkjarnámskrá og með með námsefni bekkjar en aðrir vinna eftir einstaklingsmarkmiðun og  þurfa aðlagað námsefni og námsaðstæður. Sérkennslan er skipulögð til lengri eða skemmri tíma og þörf nemandans fyrir sérkennslu er reglulega endurmetin.

Gerðar eru námsáætlanir fyrir hópa eða einstakling þar sem fram koma upplýsingar um stöðu nemenda, markmið kennslunnar, leiðir og mat.

Mikil áhersla er lögð á góða samvinnu milli heimila, umsjónarkennara og sérkennara. Theódóra Friðbjörnsdóttir er deildarstjóri stoðþjónustu skólans. Hún heldur utan um skipulag og framkvæmd í sérkennslu skólans. 


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is