Eineltisferill Skarðshlíðarskóla er í vinnslu

Eineltisteymi Skarðshlíðarskóla skipa: Ingibjörg Magnúsdóttir skólastjóri, Gréta Björk Guðráðsdóttir námsráðgjafi og Fjóla Sigrún Sigurðardóttir deildarstjóri Tómstundamiðstöðvar. Eineltisteymið kallar til sín fagfólk eftir eðli og umfangi hvers máls. Foreldrar eru hvattir til að hafa samband við umsjónarkennara eða annað starfsfólk skólans strax ef grunur vaknar um einelti.

Starfsfólk Skarðshlíðarskóli leggur metnað sinn í að skapa vingjarnlegt andrúmsloft sem byggir á gagnkvæmri virðingu og jákvæðni. Leitað verður allra leiða til að fyrirbyggja einelti, stöðva  og leysa þau mál sem upp koma. Einelti er ekki ásættanlegt og í Skarðshlíðarskóla er litið á það sem samstarfsverkefni heimila og skóla að stuðla að velferð nemenda þar sem einelti á aldrei rétt á sér. 

Skilgreining á einelti.

Einelti er endurtekið áreiti sem beinist að einni manneskju í lengri eða skemmri tíma. Í einelti felst misbeiting á valdi, sá kraftmeiri ræðst á þann kraftminni. Einelti á sér stað milli tveggja einstaklinga eða einstaklings og hóps. Viðkomandi getur upplifað síendurtekna stríðni, látbragð, niðrandi ummæli, sögusagnir, hótanir, höfnun eða útskúfun. Stríðni, átök og einstaka ágreiningur milli nemenda þarf ekki að vera einelti. Það skiptir máli að um endurtekningu sé að ræða og að eineltið vari í lengri tíma. Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is