Eineltisáætlun Skarðshlíðarskóla

Í eineltisteymi Skarðshlíðarskóla skipa: Helga Huld Sigtryggsdóttir deildarstjóri, Margrét Lilja Sigtryggsdóttir deildarstjóri, Hörn Ragnarsdóttir skólafélagsráðgjafi og  Lovísa Hafsteinsdóttir náms- og starfsráðgjafi. Eineltisteymið kallar til sín fagfólk eftir eðli og umfangi hvers máls. Foreldrar eru hvattir til að hafa samband við umsjónarkennara eða annað starfsfólk skólans strax ef grunur vaknar um einelti.

Skarðshlíðarskóli leggur metnað sinn í að skapa vingjarnlegt andrúmsloft sem byggir á gagnkvæmri virðingu og jákvæðni. Markmið skólans er að öllum líði vel og finni til öryggis. Leitað verður allra leiða til að fyrirbyggja einelti, stöðva og leysa þau mál sem upp koma. Í samræmi við þessa sýn lýsir starfsfólk, nemendaráð, foreldrafélag og foreldraráð Skarðshlíðarskóla því yfir að hvorki einelti né annað ofbeldi verður liðið í skólanum. Einelti er ekki ásættanlegt og í Skarðshlíðarskóla er litið á það sem samstarfsverkefni heimila og skóla að stuðla að velferð nemenda þar sem einelti á aldrei rétt á sér.

Skilgreining á einelti.

Einelti er endurtekið áreiti sem beinist að einni manneskju í lengri eða skemmri tíma. Í einelti felst misbeiting á valdi, sá kraftmeiri ræðst að þeim kraftminni. Einelti á sér stað milli tveggja einstaklinga eða einstaklings og hóps. Viðkomandi getur upplifað síendurtekna stríðni, látbragð, niðrandi ummæli, sögusagnir, hótanir, höfnun eða útskúfun. Stríðni, átök og einstaka ágreiningur milli nemenda þarf ekki að vera einelti. Það skiptir máli að um endurtekningu sé að ræða og að eineltið vari í lengri tíma.

Dæmi um einelti

Í líkamlegu einelti felst hvers konar líkamlegt áreiti svo sem klór, barsmíðar, slagsmál, hártoganir og spörk.

Andlegt einelti á sér stað við stríðni, höfnun, svipbrigði, skilaboð o.fl. (skilja út undan, tala illa um, ógna, hæða o.s.frv.).

Rafrænt einelti er skilgreint eins og annað einelti. Rafrænt einelti er notað yfir þá tegund eineltis þegar internetið og/eða snjallsímar eru notaðir til að koma niðrandi og oft á tíðum meiðandi upplýsingum um einstakling á framfæri.

Efnislegt einelti er þegar eigum barnsins er stolið eða þær skemmdar.

Einelti gerist oftast þar sem enginn sér til og getur því farið framhjá þeim fullorðnu ef enginn segir frá. Allir geta orðið fyrir einelti og því er nauðsynlegt að allir þekki einkenni eineltis.

Vísbendingar um að einelti geti verið að ræða ef nemandi:

· Fær svefntruflanir.

· Er hræddur við að ganga einn í skólann eða heim.

· Breytingar verða á skapi.

· Fer aðra leið í skólann en hann er vanur.

· Vill ekki fara í skólann.

· Kvartar undan vanlíðan á morgnana, t.d. höfuðverk og magaverk.

· Byrjar að skrópa í skólann.

· Forðast ákveðnar aðstæður.

· Hættir að sinna náminu, einkunnir lækka.

· Fer að koma heim með rifin föt og skemmdar námsbækur.

· Er sífellt að ,,týna” eigum sínum.

· Missir sjálfstraust, byrjar jafnvel að stama.

· Fitnar eða grennist ótæpilega.

· Leikur sér ekki við önnur börn, forðast þau jafnvel.

· Neitar að segja frá því hvað amar að.

· Kemur heim með óútskýrða marbletti eða skrámur.

· Verður árásargjarn og erfiður viðureignar.

Viðbrögð og vinnuferli við einelti

Skarðshlíðarskóli hefur skýrar reglur og vinnuferli um hvernig tekið er á einelti. Ætíð skal bregðast strax við einelti eða grun um einelti til að hægt sé að vinna markvisst að því að stöðva það. Allir starfsmenn skólans skulu hafa afskipti af hvers kyns ofbeldi og einelti þar sem slíkt er ekki liðið í Skarðshlíðarskóla. Ef vitneskja um einelti berst til skólans, mun starfsfólk vinna samkvæmt eftirfarandi vinnuferli:

Forvarnir gegn einelti

Það er markmið Skarðshlíðarskóla að halda upp virku forvarnarstarfi gegn einelti sem beinist að því að stuðla að góðum bekkjaranda og byggja upp traust og samvinnu milli heimila og skóla. Nauðsynlegt er að starfsmenn, nemendur og forráðamenn þeirra vinni saman með fyrirbyggjandi aðgerðum sem miða að því að draga úr eða koma í veg fyrir einelti. Þar má nefna:

SMT skólafærni
Skýrar skólareglur
Bekkjarreglur
Unnið með hópefli innan bekkjarins.
Eineltisáætlun er fyrir hendi og endurskoðuð reglulega.
Mikilvægt er að starfsfólk, foreldrar og nemendur þekki stefnu skólans í eineltismálum, séu meðvitaðri um einelti, þekki einkennin, geti brugðist við þeim og viti hvert skal leita.
Regluleg fræðsla um einelti og umræður um það. Brýna vel fyrir nemendum að láta umsjónarkennara vita ef grunur um einelti kemur upp.
Allir þurfa að vera meðvitaðir um afleiðingar eineltis og samtaka í því að koma í veg fyrir það.
Tengslakannanir eru notaðar til að kortleggja stöðuna í hverjum bekk einu sinni á ári og oftar ef þurfa þykir.
Notast er við Verkfærakistu KVAN við lausn á samskiptavanda, bæði í bekkjum og minni hópum.
Virkt eftirlit í frímínútum, íþróttahúsi, sundlaug, matsal, kennslustofum og á öllum svæðum skólans þar sem nemendur koma saman. 


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is