Náms- og starfsráðgjafi Skarðshlíðarskóla
Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að standa vörð um velferð nemenda. Í skólanum er hann trúnaðarmaður nemenda og þeirra talsmaður. Náms- og starfsráðgjafi eru bundinn þagnarskyldu um einkamál nemenda, að undanskyldum ákvæðum í lögum um barnavernd nr. 80/2002.
Helstu verkefni náms- og starfsráðgjafa eru m.a. að veita nemendum ráðgjöf og fræðslu um náms- og starfsval, hjálpa nemendum við að átta sig á áhugasviðum sínum, efla sjálfstraust, þekkja sína veikleika og styrkleika, vinna að bættum samskiptum ásamt annarri persónulegri ráðgjöf. Náms- og starfsráðgjafi aðstoða nemendur við vinnubrögð í námi með þeim markmiðum að finna hvaða leiðir skila þeim bestum árangri. Þá tekur námsráðgjafi þátt í teymisvinnu og situr í eineltisteymi, áfallateymi og Brúarteymi.
Náms- og starfsráðgjafi Skarðshlíðarskóla er Lovísa Hafsteinsdóttir , netfangið hennar er lovisah@skardshlidarskoli.is.
- Eldri færsla
- Nýrri færsla