25.9.2023 : Landsþing Upplýsingar

Síðastliðin fimmtudag og föstudag, 21 og 22. október var Landsþing Upplýsingar haldið að Ásvöllum í Hafnarfirði. Þar áttum við í Skarðshlíðarskóla fyrirlesara en Sandra Björg Ernudóttir, safnstjóri skólasafns Skarðshlíðarskóla hélt þar erindi. Hét erindi hennar "Bókabrall á skólasöfnum í grunnskólum Hafnarfjarðar" og fjallaði hún um árlegt samstarfsverkefni safnstjóra grunnskóla Hafnarfjarðar. Líkt og nemendur þekkja þá er ávalt haldin á vorin bókabrallsdagar þar sem nemendum í 1. - 7. bekk er boðið að koma á bókasafnið með kennurum sínum og leysa þar ýmsar þrautir sem tengjast bókmenntum, rithöfundum og sögupersónum. Erindið fékk jàkvæð viðbrögð og margir viðstaddir dáðust að verkefninu og hafa hug á að nota það sem grunn að eigin bókabralli á sínum söfnum.

...meira

25.9.2023 : Lengd viðvera - Skarðssel

Þriðjudaginn 3.október er samtalsdagur í Skarðshlíðarskóla, á samtalsdögum er boðið upp á lengri viðveru í Skarðsseli. Skráning er opin til miðnættis 26. september, eftir þann tíma er lokað fyrir skráningu.

Það er mjög mikilvægt er að skrá börn sérstaklega þennan dag og er það gert inni á Völu.

hafnarfjordur.is - Mínar síður - Grunnskólar/Skráning í frístund og svo er farið í Völu. https://fristund.vala.is/umsokn

Það er á ábyrgð foreldra/ forráðamanna að skrá börnin í lengda viðveru og það skal vera vakin athygli á því að ekki er tekið við óskráðum börnum. Ef það gleymist að skrá barn er ekki hægt að mæta og skrá á staðnum.

Við viljum ítrekar að þegar þið gerið skráningu í lengda viðveru þarf að: samþykkja skilmála og ýta á staðfesta. Þið fáið svo staðfestingarpóst sendan ef skráningin fór í gegn, Ef þið fáið ekki staðfestingarpóst þá fór skráningin ekki í gegn.

Þann dag þurfa börnin að taka með sér tvö nesti, fyrir morgunkaffi og hádegismat. Þau fá síðan síðdegishressingu hjá okkur.

Endilega sendið póst ef þið lendið í vandræðum.

evah@skardshlidarskoli.is

...meira

22.9.2023 : 4.bekkur

Í tónsmiðju í 4. bekk eru nemendur að læra barnaleiki eins og Fram fram fylking, Í grænni lautu, Úllen dúllen doff og Ugla sat á kvisti. Nemendur hafa haft mjög gaman að því að fara í þessa leiki eins og sjá má á myndunum.

...meira

22.9.2023 : Skrifstofan er lokuð í dag föstudag

Vegna forfalla er skrifstofan lokuð í dag ef þið þurfið að ná í okkur vinsamlegast sendið tölvupóst á þann starfsmann sem þið þurfið að ná í eða á skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is.

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfinu


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is