25.11.2020 : Röskun á skólastarfi - leiðbeiningar uppfærðar

Leiðbeiningar varðandi röskun á skólastarfi sökum veðurs hafa verið uppfærðar og í þeim er nú unnið samkvæmt viðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands. Leiðbeiningarnar, sem gefnar hafa verið út á íslensku, ensku og pólsku, fela í sér tilmæli um viðbrögð og hlutverk foreldra/forsjáraðila barna í skólum og frístundastarfi þegar veðurviðvaranir eru gefnar út. Leiðbeiningarnar eiga við "yngri börn" þ.e. börn yngri en 12 ára.

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS) hefur verið falið af sveitarfélögunum á svæðinu að fylgjast með veðri og veðurspám og senda út tilkynningar ef á þarf að halda, eftir atvikum í samráði við lögreglu og fræðsluyfirvöld.

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar er að finna hér: https://shs.is/index.php/fraedsla/roskun-a-skolastarfi/

...meira

20.11.2020 : Handbók í snemmtækri íhlutun í málörvun og lestrarnámi grunnskólabarna

Haustið 2017 byrjaði Skarðshlíðarskóli á þróunarverkefni um snemmtæka íhlutun í málörvun og lestrarnámi grunnskólabarna í samvinnu við Ásthildi Bj. Snorradóttur talmeinafræðing. Ásthildur var með ráðgjöf varðandi val á kaupum á málörvunarefni og verkefnum. Hún hélt fræðslufundi fyrir starfsfólk skólans og hélt utan um verkefnið með Kristínu Laufeyju Reynisdóttur deildarstjóra stoðþjónustu. Aðrir í teyminu eru Kristín G., sérkennari, Svava Dögg og Hrönn umsjónarkennarar í 1. bekk og Bjartey Sigurðardóttir talmeinafræðingur.

...meira

19.11.2020 : Endurskinsmerki frá Heilsubænum Hafnarfirði

Heilsubærinn Hafnarfjörður gaf börnum í 1.bekk endurskinsmerki nú á dögunum. Nauðsynlegt er að vera vel upplýstur þegar mesta skammdegið er að ganga í garð og mikilvægt að auka öryggi barnanna í umferðinni um bæinn okkar. 

...meira

18.11.2020 : Dagur íslenskrar tungu hjá nemendum 1.bekk

Dagur íslenskrar tungu var haldin hátíðlegur hjá okkur í 1.bekk. Við tileinkuðum deginum Jónasi Hallgrímssyni og unnum ýmis fjölbreytt verkefni tengd honum. Meðal verkefna dagsins voru nýyrði eftir Jónas Hallgrímsson sem eru enn í mikilli notkun í dag. Við skoðuðum orðin og notuðum ipad til að finna mynd af orðinu ef við vorum ekki alveg viss um merkingu þess. Allir drógu eitt orð sem þau rituðu á renning og teiknuðu svo mynd af hlutnum. Einnig skoðuðum við orð sem okkur þykir vænt um, teiknuðum sjálfsmynd og rituðum orðin á tunguna okkar. Við rýndum svo í textann Álfareið eftir Jónas Hallgrímsson og bjuggum til mynd út frá textanum. Að lokum var æfður dans út frá laginu sem Ana íþróttakennari samdi sérstaklega fyrir börnin.

Hér má sjá myndir af verkefnum dagsins og myndband af dansinum hjá snillingunum okkar.

https://www.youtube.com/watch?v=W2oiCao5Cts

Bestu kveðjur frá 1.bekk.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfinu


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is