26.11.2021 : Bjarni Fritzson rithöfundur í heimsókn

Bjarni Fritzson rithöfundur las upp úr nýrri bók sinni í morgun sem nefnist Salka fyrir nemendur í 2.-4. bekk. Bjarni hefur m.a. samið bækurnar Orri óstöðvandi og Öflugir strákar sem hafa notið mikilla vinsælda hjá yngri kynslóðinni. Krakkarnir voru alveg til fyrirmyndar og nutu þess að hlusta á Bjarna segja frá sögupersónum bókarinnar. 

260473239_962231824690546_2791541627040038448_n260532671_318784780076548_416646200882658102_n

260525481_457011752436598_1580941043780484438_n

260628050_586860799039722_7102246523544069620_n

Salka

 

...meira
Baekur

23.11.2021 : Bókagjafir

Á fyrsta starfsári skólans myndaðist sú hefð að starfsfólk skólans keypti bók og gaf skólanum ef þau fóru erlendis. Margir nemendur voru einnig farnir að gefa skólanum bók ef þeir fóru erlendis. Skólinn á orðið bækur á mörgum tungumálum og tvær nýjar bættust við núna í vikunni. Síðustu tvö ár hafa utanlandsferðir að mestu legið niðri en okkur langar að endurvekja þessa hefð því við erum með nemendur frá mörgum löndum sem finnst gaman að geta lesið bók á sínu tungumáli.

...meira
Numicon1

17.11.2021 : Fréttir úr Mið Skarði

Skíðabrekkan getur vafist fyrir mörgum og er því mikilvægt að beita fjölbreyttri nálgun að sömu niðurstöðum. Í Mið skarði eru nemendur að æfa sig í skíðabrekkunni með notkun numicon forma. Formin tákna tölustafina og máta nemendur hversu oft viðkomandi tölustafur gengur upp í / passar inn í hverja tölu fyrir sig. Í stað þess að vinna sig niður með frádrætti flytja þau afganginn aftur um eitt sæti og bæta við þann tölustaf.

Ekki skemmir svo fyrir að borðin séu plöstuð og hægt að skrifa svörin beint á borðin með töflutúss og stroka út af dæmi loknu. 

...meira

15.11.2021 : Frjálsar íþróttir

Í seinustu viku var farið í frjálsar íþróttir, það er í öðrum tímanum var hástökk, langstökk, spjótkast og kúluvarp. Seinni tíminn fór í grindahlaup, þrístökk og leik sem heitir hundabein. Frjálsar íþróttir er ein af fjölmörgum íþróttum sem við förum í yfir allt skólaárið. Nemendur stóðu sig mjög vel eins og má sjá úr myndum frá 8. bekk. 

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfinu


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is