21.2.2024 : Vetrarfrí 22. og 23. febrúar

Vetrarfrí verður í öllum grunnskólum í Hafnarfirði 22. og 23. febrúar.  Af því tilefni býður Hafnarfjarðarbær börnum að taka þátt í skemmtilegri dagskrá sem hægt er að skoða hér

21.2.2024 : ÍSAT

Kennslan í Skarðhlíðarskóla er með fjölbreyttu sniði og reynt er eftir mesta megni að koma jafnt fram við alla nemendur. Allir hafa jafnt tækifæri til náms.
Nemendur sem hafa ekki íslensku að móðurmáli sækja tíma sem kallast ÍSAT. Í þeim tímum tileinka nemendur sér orðin af fyrsta þrepi í gegnum samskipti við aðra, með almennum lestri og í gegnum markvisst nám.

Til að öðlast þá hæfni og skilja merkingu margra orða á fyrsta þrepi íslensks máls má jafnframt læra með ýmsum útfærslum í myndum eða leik. Við reynum að hafa alltaf fjölbreytt verkefni og koma til móts við alla.

Í síðastu viku var lagður inn fjölbreyttur orðaforði og búið til hugtakakort sem tengist svefnherbergjum. Verkefnið bar heitið - Heimilið- hvert og eitt herbergi fyrir sig. Í tíma voru nemendur að föndra draumaherbergið sitt út frá hverju og einu hugtakakorti og í lokin kynna fyrir samnemendum sínum. Verkefnið tókst vel og v0ru nemendur áhugasamir.

...meira

9.2.2024 : 6.bekkur

Nemendur í 6.bekk unnu ritunar verkefni í síðustu viku.

Þar var lögð áhersla á skapandi skrif þar sem nemendur áttu að nota hugmyndaflugið

og skrifa sögu sem gerist í Skarðhlíðinni um nótt. Verkefnið tókst vel og voru nemendur mjög áhugasamir.

...meira

9.2.2024 : Orðaveggir

Við í læsisteymi Skarðshlíðarskóla höfum verið að setja upp orðaveggi í vetur á göngum skólans. Í hverjum mánuði eru sett upp orð/orðatiltæki og jafnvel smá fróðleikur um ákveðið orðaþema. Í september settum við upp orð tengd skólanum, í október var lögð áhersla á orð tengd fjölskyldunni, tilfinningum og hrekkjavöku, í nóvember voru það orð tengd líkama og fatnaði og svo í desember voru orð tengd jólunum og íslenskum jólahefðum. Í janúar tókum við fyrir mat og drykki, nú í febrúar erum við með orð tengd híbýlum og farartækjum, mars verður tileinkaður páskunum og með vorinu í apríl og maí leggjum við áherslu á orð tengd dýrum og vorinu og svo leikföngum/leikjum og sumrinu. Einnig höfuð við sett upp gagnvirka orðaveggi þar sem nemendur geta spreytt sig á verkefnum sem eru tengd þeim orðaforða sem unnið er með hverju sinni. Með þessum orðaveggjum er von okkar sú að nemendur geti nýtt sér myndirnar og orðin til að auka orðaforða sinn og að kennarar geti svo jafnvel kafað dýpra í hvern orðflokk í kennslunni og unnið með hugtökin á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt. Að sjálfsögðu væri það stórkostlegt ef heimilin gætu einnig tekið virkan þátt í þessari vinnu með okkur því þannig næst besti árangurinn. Með kveðju læsisteymið.  ...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfinu


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is