4b.4

21.10.2021 : 4. bekkur - fiðrildaveisla

Í 4. bekk eru mjög duglegir og flottir krakkar og þau eru fljót að safna sér fyrir fiðrildaveislum. Veislan sem haldin var í þessum mánuði var kökuveisla – hlaðborð, þar sem allir komu með eitthvað á borðið. Margir tóku sig saman og bökuð saman. Þarna mátti sjá allskyns góðgæti, s.s. pönnukökur, sítrónuköku, einhyrningsköku, súkkulaðikökur, smákökur, bollakökur og margt fleira girnilegt og gott. Þetta rann allt ljúft niður og allir skemmtu sér vel í veislunni. 

...meira
4b.2

21.10.2021 : 4. bekkur - árstíðirnar

Við í 4. bekk höfum verið að læra um árstíðirnar, einkenni hverrar fyrir sig og ræddum þá mest þessa sem nú fer í hönd, haustið. Í umræðunni um fræ kom upp hugmynd að taka þátt í Fræsöfnun Landgræðslunnar, en hún felst í því að fólk getur fengið sérstök pappabox t.d. í inngangi Bónusverslana og svo skilað þeim aftur í þar til gerðar tunnur í verslununum. Við skoðuðum myndbönd af því hvernig maður safnar fræjunum og urðum okkur úti um box. Við fórum svo með strætó í Kirkjugarð Hafnarfjarðar, söfnuðum í samtals tvö box, borðuðum nestið okkar í fallegu, friðsælu umhverfi garðsins og fórum svo aftur með strætó í skólann. Boxunum skiluðum við svo merktum hvar fræin voru týnd og hvenær og settum einnig kveðju frá okkur utan á þau.  

...meira

11.10.2021 : Verk eftir 9. og 10. bekk til sýnis á bókasafni skólans

Verk 9. og 10. bekkinga í fyrstu myndmenntasmiðju vetrarins eru til sýnis á bókasafni skólans þessa dagana. Um er að ræða verk úr pappamassa og gifsi.

Myndmennt2

Myndmennt1

...meira

7.10.2021 : Nemendurnir í 5.bekk setja sig í spor landnámsvíkinganna

Nemendur í 5. bekk hafa verið að lesa söguna af Leifi heppna og unnið verkefni samhliða lestrinum. Þar settu nemendur sig í spor víkingafjölskyldu sem flytur frá Noregi alla leið til Íslands. Hver hópur setti saman sína fjölskyldu, bjó til persónur og ákvað hvers vegna hún er að flytja. Svo var að mörgu að hyggja við undirbúning, s.s. Hvernig skip þarf að smíða? Hvað þarf að taka með? Hvernig ætlum við að rata yfir hafið? Að lokum skrifuðu nemendur kveðjubréf fyrir sinn víking þar sem þeir settu sig inn í hugsanir og tilfinningar þess sem er að yfirgefa land sitt og ástvini. Eins og sjá má á myndunum stóðu nemendur sig einstaklega vel og höfðu gaman af vinnunni.244340763_668217340808615_1063064397996591138_n

244662697_234481228697457_109660096703879622_n

244639705_1242883622862882_5470905474714950108_n244643562_879699339602261_3477471057814887685_n

244932299_1518014801865307_7118828497354994548_n

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfinu


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is