29.11.2022 : 3.bekkur: Ferð á Þjóðminjasafnið

Í dag mánudaginn 28. nóvember fór 3. bekkur í Þjóðminjasafnið að skoða sýningarnar „Á elleftu stundu“ og „Heimsins hnoss“. https://www.thjodminjasafn.is/

Heimsóknin er í tengslum við námsefnið Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti. Börnin stóðu sig mjög vel þrátt fyrir tvær langar strætóferðir.


 

22.11.2022 : Gunnar Helgason - Upplestur

Gunnar Helgason kom í heimsókn í dag með upplestur og spjall um nýju bókina sína, Bannað að eyðileggja fyrir 3 - 8. bekk. Nemendur eru gríðarlega spenntir fyrir að lesa nýju bókina hans! Við þökkum Gunnari innilega fyrir komuna til okkar í Skarðshlíðarskóla!

Nú styttist í að allar nýju bækurnar komi inn á bókasafnið en Sandra er í óðaönn að undirbúa þær til útláns! Til að sem flestir fái ánægju af því að lesa bækurnar þá hvetjum við nemendur til að skila öllum þeim bókum sem ekki er verið að lesa. 

...meira

11.11.2022 : Vinavika: 6.bekkur og 1.bekkur

Vináttan var áberandi í skólastarfinu þessa vikuna og var árgöngum skólans raðað saman til þess að efla tengslin þar á milli auk þess að gera ýmis verkefni tengd vináttunni.


Sem dæmi má nefna þá eru 6. bekkur og 1. bekkur eru nú sannkallaðir vinabekkir og unnu saman að nokkrum verkefnum í vikunni. 6. bekkur hlustaði á yngri börnin lesa (og kvittuðu samviskusamlega í lestrarheftin) og svo fóru þau saman Kahoot þar sem spurt var um ýmislegt tengt skólanum og daglegur lífi nemendanna. Einnig fór hópurinn saman í vina-mílu, þau spiluðu spil og sungu saman lög um vináttuna. Mikil ánægja var meðal kennara og nemenda og mörg þeirra spurðu hvenær næsta vinaverkefni væri. Ekki er ólíklegt að vinasamstarfið haldi áfram í einhverri mynd í framtíðinni enda ýmislegt hægt að læra af bæði þeim eldri og yngri.


6. bekkur gerði einnig ljóð tengd vináttunni og hér að neðan má sjá eitt þeirra.

4.11.2022 : Fréttir 7. Bekkur

Á föstudaginn í seinustu viku byrjuðum við að skreyta fyrir halloween og héldum því áfram á mánudaginn í þessari viku.

Á miðvikudaginn var sund og þegar rútan var komin fór hún án allra stelpnanna en stelpurnar redduðu sér og tóku bara strætó. Síðan var líka halloween ball á miðvikudaginn í Skarðinu, flestir í bekknum mættu og það voru tvær stelpur í 7.bekk sem unnu búningakeppnina fyrir flottasta og frumlegasta búninginn, það voru Theodóra og Kristel Birna. Við kláruðum síðan Skólaslit 2 eftir Ævar vísindamann, en hann skrifaði einn kafla á dag og við hlustuðum á hann lesa kaflan daglega og sagan var frekar skemmtileg.

(Frétt skrifuð af Hildi Emelíu Kristinsdóttur, nemanda í 7. bekk)

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfinu


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is