24.3.2023 : Menningarmiðillinn Skarðsfréttir

Skarðshlíðarskóli heldur sína árlegu þemaviku 21. - 24. mars.

Þemað í ár er menning og siðir í ýmsum löndum.

Á fréttastöðinni er unglingadeildin að skrifa greinar um hvað er í gangi þessari viku og taka viðtöl við aðra nemendur og kennara hvort sem það sé vídeó viðtal eða skrifað viðtal. Það er síðan sett allar greinar og viðtöl á þessa heimasíðu.

Við vonum að þið njótið þess að skoða síðuna!   


...meira

24.3.2023 : Uppskrift í þemaviku: Anzac smákökur

Í þemavikunni á yngsta stigi voru nemendur að baka ástralskar hermanna smákökur sem kallast Anzac. Nemendum fannst þetta afar skemmtilegt og að auki fannst þeim smákökurnar mjög bragðgóðar. Þau vildi endilega fá uppskriftina þannig að við lofuðum að setja hana inn á heimasíðu skólans. Hér kemur því uppskriftin og við mælum eindregið með að þið prófið sjálf að baka þær heima.


 Kær kveðja, 


Anna Rut og Ásta Eygló, umsjónakennarar í fyrsta bekk.

23.3.2023 : Skertur skóladagur á morgun föstudag

Við minnum á að á morgun er skertur dagur í Skarðshlíðarskóla, þá líkur kennslu kl 11:10, síðan fara nemendur í mat og heim á því loknu. Þeir nemendur sem eru í Skarðsseli fara þangað strax að loknum hádegisverði.

15.3.2023 : Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin fór fram mánudaginn 13. mars. Fulltrúar Skarðshlíðarskóla verða Hrefna Dís Valgeirsdóttir og Baldur Freyr Kristinsson. Aron Elí Arnarsson er varamaður. Bæði lesarar og áhorfendur stóðu sig með prýði. Hildur Emelía Kristinsdóttir og Berglind Sif Ástþórsdóttir úr 7. bekk voru kynnar og Ýmir Míó Ómarsson úr 6. bekk sá um að skemmta gestum með því að leika á harmonikku. Lokakeppnin verður í Víðistaðakirkju þann 21. mars kl. 17.00

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfinu


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is