27.11.2020 : Íþróttir byrjaðar aftur á yngsta stigi

Í vikunni byrjuðu nemendur í 1.-4. bekk aftur í íþróttum. Bæði nemendur og kennarar voru mjög ánægð með það að komast aftur í íþróttasalinn. 127996255_863186871089199_3868678495995636522_n

...meira

25.11.2020 : Röskun á skólastarfi - leiðbeiningar uppfærðar

Leiðbeiningar varðandi röskun á skólastarfi sökum veðurs hafa verið uppfærðar og í þeim er nú unnið samkvæmt viðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands. Leiðbeiningarnar, sem gefnar hafa verið út á íslensku, ensku og pólsku, fela í sér tilmæli um viðbrögð og hlutverk foreldra/forsjáraðila barna í skólum og frístundastarfi þegar veðurviðvaranir eru gefnar út. Leiðbeiningarnar eiga við "yngri börn" þ.e. börn yngri en 12 ára.

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS) hefur verið falið af sveitarfélögunum á svæðinu að fylgjast með veðri og veðurspám og senda út tilkynningar ef á þarf að halda, eftir atvikum í samráði við lögreglu og fræðsluyfirvöld.

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar er að finna hér: https://shs.is/index.php/fraedsla/roskun-a-skolastarfi/

...meira

20.11.2020 : Handbók í snemmtækri íhlutun í málörvun og lestrarnámi grunnskólabarna

Haustið 2017 byrjaði Skarðshlíðarskóli á þróunarverkefni um snemmtæka íhlutun í málörvun og lestrarnámi grunnskólabarna í samvinnu við Ásthildi Bj. Snorradóttur talmeinafræðing. Ásthildur var með ráðgjöf varðandi val á kaupum á málörvunarefni og verkefnum. Hún hélt fræðslufundi fyrir starfsfólk skólans og hélt utan um verkefnið með Kristínu Laufeyju Reynisdóttur deildarstjóra stoðþjónustu. Aðrir í teyminu eru Kristín G., sérkennari, Svava Dögg og Hrönn umsjónarkennarar í 1. bekk og Bjartey Sigurðardóttir talmeinafræðingur.

...meira

19.11.2020 : Endurskinsmerki frá Heilsubænum Hafnarfirði

Heilsubærinn Hafnarfjörður gaf börnum í 1.bekk endurskinsmerki nú á dögunum. Nauðsynlegt er að vera vel upplýstur þegar mesta skammdegið er að ganga í garð og mikilvægt að auka öryggi barnanna í umferðinni um bæinn okkar. 

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfinu


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is