Veikindi og leyfi nemenda

Veikindi og leyfi nemenda

Veikindi og leyfi þarf að skrá/tilkynna fyrir kl. 8:30 að morgni.

Opnað hefur verið fyrir þann möguleika að foreldrar geti sjálfir skráð veikindi barna sinna í heilum dögum í gegnum heimasvæði á Mentor.is. Mest er hægt að skrá tvo daga í senn. 

Til þess að skrá veikindin er farið inn á fjölskylduvefinn á spjald barnsins/nemandans, hægra megin efst. Undir ástundun er tengill sem á stendur skrá veikindi. Smellt er á skrá veikindi og þá kemur upp spjald þar sem gefnir eru tveir möguleikar í dag eða á morgun, þar er merkt við það sem við á og færsla send. 
Þegar starfsmaður skólans hefur móttekið veikindaskráninguna, fá foreldrar sjálfkrafa senda tilkynningu til staðfestingar skráningunni.

Einnig er hægt að tilkynna veikindi á skrifstofu skólans í síma 527-7300 eða senda póst á skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is.

Umsjónarkennari getur veitt leyfi í tvo daga. Ef um lengra leyfi er að ræða þarf að sækja sérstaklega um það hjá skólastjórnendum og fylla út eyðublað þar að lútandi.

Nám nemenda í leyfum þeirra er á ábyrgð foreldra.


Eyðublað:

Tilkynning um leyfi fyrir nemendur 

Tilkynning um leyfi fyrir nemendur - útprentanlegt


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is