Nemendaverndarráð

Í Skarðshlíðarskóla er starfandi nemendaverndarráð sem fundar hálfsmánaðarlega. Í því sitja Ingibjörg Magnúsdóttir skólastjóri, Rannveig Hafberg aðstoðarskólastjóri, Kristín Laufey Reynisdóttir deildarstjóri stoðþjónustu, Fjóla Sigrún Sigurðardóttir deildarstjóri Tómstundamiðstövar, Gréta Björk Guðráðsdóttir námsráðgjafi, Einar Ingi Magnússon sálfræðingur. Auk þess eru kallaðir til kennarar, tengiliður frá félagsþjónustu og fleiri aðilar eftir ástæðum.

Nemendaverndarráð hefur það hlutverk að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur varðandi heilsugæslu, námsráðgjöf og sérfræðiþjónustu. Nemendaverndarráð skólans starfar skv. lögum um grunnskóla 91/2008 og reglugerð 584/2010 sem tekur til starfshátta nemendaverndarráða við grunnskóla. Nemendaverndarráð fjallar um málefni nemenda sem lögð hafa verið fyrir ráðið á sérstökum tilvísunareyðublöðum. Skila skal tilkynningum til nemendaverndarráðs til skólastjóra. Alltaf skal tilkynna forráðamönnum um að málefni nemenda séu send til ráðsins.


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is