Skólafélagsráðgjafi

Skólafélagsráðgjafi vinnur í nánu samstarfi með forráðamönnum, kennurum, skólastjórnendum og öðru sérfræðifólki sem koma að starfi nemenda. Hann er málsvari nemenda og trúnaðarmaður og leitar lausna í málum þeirra. Hann veitir m.a. nemendum stuðning og aðstoð vegna félagslegra, persónulegra og tilfinningalegra þátta sem hindra að nemandi njóti sín í námi og í félagslegum samskiptum og veitir einnig ráðgjöf varðandi ýmis réttindamál sem varða nemendur og gætir þess að ekki sé brotið á hagsmunum þeirra. Félagsráðgjafi hefur sérþekkingu umfram aðrar starfsstéttir á barnaverndarlögum og úrræðum samfélagsins. 

Helstu verkefnin eru:

  • Félagsleg og persónuleg ráðgjöf og stuðningur
  • Forvarnir gegn ofbeldi og andfélagslegri hegðun
  • Samvinna, ráðgjöf og stuðningur við kennara og starfsfólks
  • Samvinna, ráðgjöf og stuðningu við foreldra og forráðamenn
  • Þróun úrræða og verkefna
  • Teymisvinna og samstarfsfundir

Skólafélagsráðgjafi Skarðshlíðarskóla er Hörn Ragnarsdóttir, netfangið hennar er hornr@skardshlidarskoli.is 


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is