Frímínútur og matur í Skarðshlíðarskóla

Allir nemendur í 1.-10. bekk eru í frímínútum frá kl. 9:30 til 9:50. 

Í hádeginu er matur kl. 11:10-11:30 hjá nememdum í 1. – 4. bekk og frímínútur í beinu framhaldi af því til kl. 11:50. 

Nemendur í 5. – 10. bekk eru í frímínútum frá kl. 11:10 – 11:30 og í mat frá 11:30 – 11:50.

Nemendur í 1. – 7. bekk fara út í frímínútur en nemendur í 8. - 10. bekk mega vera inni á unglingadeildargangi, úti eða í félagsmiðstöðinni þegar hún er opin.

Nemendur í 1.-7. bekk mega ekki fara út af skólalóð á skólatíma nema með sérstöku leyfi umsjónarkennara eða starfsmanns skólans. Nemendur í 8.-10. bekk mega fara út af skólalóð í frímínútum, hádegishléum og eyðum í stundatöflu.


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is