Skólaheilsugæsla

Heilsugæsla Skarðshlíðarskóla heyrir undir Heilsugæsluna í Firði.

Skólahjúkrunarfræðingur Skarðshlíðarskóla er Helena Rut Jónsdóttir

 

  • Netfang: helenarut@skardshlidarskoli.is 
  • Sími:  527-7300

 

Viðvera hjúkrunarfræðings er á fyrir hádegi á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum.

 

Markmið heilsuverndar skólabarna er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Starfsemi hennar er samkvæmt lögum, reglugerðum og tilmælum Landlæknis. Í henni felast skimanir, viðtöl um lífsstíl og líðan, bólusetningar og heilbrigðisfræðsla, ásamt ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans. 

Starfsfólk skólaheilsugæslu vinnur í samvinnu við foreldra/ forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem veita nemendum þjónustu. Starfsfólk heilsugæslunnar er bundið þagnarskyldu.

Skólahjúkrunarfræðingur, kennari eða skólaliði veita fyrstu hjálp ef slys ber að höndum. Ef barn veikist í skólanum eða meiðist alvarlega er haft samband við forráðamenn.

Slys og veikindi

Veitt er fyrsta hjálp í skólanum og minniháttar slysum sinnt.  Þurfi nemandi að fara á heilsugæslustöð eða slysadeild skulu foreldrar/forráðamenn fara með barninu.  Mikilvægt er að skólinn hafi öll símanúmer sem hægt er að ná í foreldra á skólatíma barnsins.

Ekki er ætlast til að óhöppum sem gerast utan skólatíma sé sinnt í skólanum, það er alfarið á ábyrgð foreldra/forráðamanna að sinna því.

Ef barn er með greindan alvarlegan sjúkdóm sem getur stefnt heilsu/lífi þess í bráða hættu er nauðsynlegt að skólaheilsugæslan viti af því.  Hér er átt við sjúkdóma eins og t.d. sykursýki, ofnæmi, flogaveiki og blæðingarsjúkdóma.

 

Reglubundnar skoðanir og bólusetningar

1.  bekkur Sjónpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling. 

4.  bekkur Sjónpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling. Einnig mat á lífsstíl og líðan.

7.  bekkur Sjónpróf, hæðarmæling, þyngdarmæling.  Einnig mat á lífsstíl og  líðan.

Bólusett gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt (ein sprauta) og öllum boðin bólusetning gegn HPV veirum.

9. bekkur Sjónpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling. Einnig mat á lífsstíl og líðan.

Bólusett gegn mænusótt, barnaveiki og stífkrampa.

Nemendur í öðrum árgöngum eru skoðaðir ef ástæða þykir til.

Skólaheilslugæsla fylgist einnig með því að börn hafi fengið þær bólusetningar sem tilmæli Landlæknis segja til um.  Ef börn hafa ekki fengið fullnægjandi bólusetningar er haft samband við foreldra/ forráðamenn og  bætt úr því.

Lyfjagjafir til barna á skólatíma

Samkvæmt fyrirmælum Landlæknisembættisins eru sérstakar vinnureglur varðandi lyfjagjafir til nemenda á skólatíma. Þar kemur meðal annars fram að skólabörn skulu ekki fá önnur lyf í skólanum en þau sem hafa verið ávísuð af lækni. Í engum tilvikum getur barn borið ábyrgð á lyfjatökunni, ábyrgðin er foreldra/forráðamanna en skólahjúkrunar-fræðingur og starfsfólk skóla sjá um lyfjagjöf á skólatíma. Börn skulu ekki hafa nein lyf undir höndum í skólanum nema í algjörum undantekningartilvikum. Slíkar lyfjagjafir geta t.d. verið insúlíngjafir sem barnið sér sjálft alfarið um.

Fræðsla / heilbrigðishvatning / forvarnir

Skólaheilsugæsla sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu og hvetur til heilbrigða lífshátta.  Öll tækifæri sem gefast eru nýtt til að fræða nemendur og vekja þá til umhugsunar og ábyrgðar á eigin heilbrigði.  Foreldrar geta leitað eftir ráðgjöf skólaheilsugæslunnar varðandi vellíðan, andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði barnsins.

Skólahjúkrunarfræðingar hafa samræmt sitt fræðsluefni til að nota við heilbrigðisfræðslu til skólabarna.  Þar er sú aðferð að læra í gegnum athafnir höfð að leiðarljósi og stuðst er við jákvæða nálgun þar sem áhersla er lögð á æskilega hegðun frekar en að beita hræðsluáróðri.  Foreldrar/ forráðamenn fá jafnframt send heim fréttabréf reglulega frá skólaheilsugæslunni sem eru þá kjörin vettvangur til umræðna á heimilinu um viðkomandi málefni.  Hvetjum við foreldra og nemendur til að nýta sér heimsíðu sem er tengd fræðsluefninu. www.6h.is

Tannvernd

Enginn sérstakur tannlæknir tilheyrir grunnskólum því er mikilvægt að börn hafi skráðan ábyrgðartannlæknir og fari í skoðanir skv tilmælum síns tannlæknis.

 


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is