Þróunarverkefni - Snemmtæk íhlutun í fyrstu bekkjum Skarðshlíðarskóla

Skólaárið 2017/2018 verður unnið í þróunarverkefni um snemmtæka íhlutun undir handleiðslu Ásthildar B. Snorradóttir talmeinafræðings á skrifstofu fræðslu og frístundasviðs Hafnarfjarðar. 

Sérstök áhersla  verður á málþroska og undirbúning fyrir lestur.

Markmið verkefnisins er að  öll börn í Skarðshlíðarskóla nái hámarksárangri hvað varðar mál, tal og boðskipti og undirbúning lestrarnáms. Verkefnið byggir á hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar. Strax að hausti fara talmeinafræðingur og sérkennari yfir gögn sem fylgja nemendum úr leikskóla, niðurstöður greininga frá sérfræðingum og skimunum/prófunum sem hafa verið lögð fyrir í leikskóla.  Einnig skoða þeir spurningarlista sem foreldrar fylla út í skólabyrjun (gátlisti Lesferils). Farið er yfir niðurstöður Lesferils lesskimun fyrir 1. bekk sem lagt er fyrir í október. Þær niðurstöður eru einnig notaðar til að taka ákvörðun um áherslur í kennslu. Samkvæmt ofangreindum niðurstöðum er tekin ákvörðun um hvaða börn þurfa að fara í sérstæka færnihópa þar sem er unnið markvisst með viðeigandi málþætti og undirbúning fyrir lestur.

Talmeinafræðingur og sérkennari setja málörvunarmarkmið fyrir nemendur sem eru  í áhættuhópum í samvinnu við kennara. Námsefni er valið sem hentar hverju barni/hópi. Lagt er mat á árangur í loks skólaárs og þau börn sem sýna ekki viðeigandi árangur halda áfram í málörvunarhópum næsta skólaár.

Bekkjarkennarar og foreldrar fá afhent eintak af málörvunarmarkmiðum fyrir hvert barn og skriflegar niðurstöður um árangur eru sendar heim i lok skólaárs. Í málörvunarhópunum er unnið út frá skilgreiningum á mismunandi málþáttum sem eru m.a. í málörvunarkerfinu: Sérstök áhersla er lögð á að skoða hegðun og boðskiptafærni með viðeigandi málörvun í huga. Einnig er áhersla á heimavinnu, skráningu og samvinnu við bekkjarkennara og  foreldra

Stefnt er á samvinnu við kennara og talmeinafræðing í Brekkubæjarskóla á Akranesi .

Ásthildur B. Snorradóttir, talmeinafræðingur
Kristín Laufey Reynisdóttir, sérkennari Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is