Foreldrafélag Skarðshlíðarskóla

Foreldrafélag Skarðshlíðarskóla var stofnað formlega 14. september 2017.Aðalfundur foreldrafélagsins er haldinn að hausti. Þar er kosin stjórn félagsins ásamt því að fulltrúar eru kosnir til setu í skólaráði og Foreldraráði Hafnarfjarðar.Á vorin eru bekkjartenglar skipaðir fyrir komandi skólaár og geta því byrjað næsta skólaár á kynningu til foreldra og fá hugmyndir af viðburðum.Foreldrafélagið er með kynningarfund á haustin um bekkjatenglastarfið. Bekkjartenglar halda utan um bekkjarskemmtanir í hverjum árgangi.Stjórn foreldrafélagsins stendur fyrir viðburðum á skólaárinu og styður við bekkjartengla.Skólastjóri fundar með stjórn foreldrafélagsins eins oft og þurfa þykir.

Hlutverk

Hlutverk foreldrafélags er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla. Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð.

Markmið

·         Vera samstarfsvettvangur foreldra sem eiga börn í skólanum.

·         Efla og tryggja gott samstarf foreldra og starfsfólks skólans.

·         Styðja heimili og skóla við að skapa nemendum góð uppeldis- og menntunarskilyrði.

·         Koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi skóla- og uppeldismál.

·         Standa vörð um réttindi barna til mennta og aukins þroska þeirra.

Stjórn skólaárið 2023-2024

Formaður: Bjarney Jóhannsdóttir foreldrafelag.skardshlidarskola@gmail.com

Varaformaður: Kristín Dögg Kristinsdóttir

Gjaldkeri: Harpa Hrund Albertsdóttir

Ritari: Alexandra Eir Andrésdóttir

Meðstjórnandi: Birna Margrét Guðmundsdóttir

Meðstjórnandi: Sandra Lóa Gunnarsdóttir

Meðstjórnandi: Silfá Sjöfn Árnadóttir

Hér má nálgast lög Foreldrafélags Skarðshlíðarskóla.

Handbók foreldrafélaga grunnskóla

Heimili og skóli hafa gefið út handbækur fyrir fulltrúa foreldra á öllum skólastigum. Í þeim er lýst starfi foreldrafélaga og foreldra- og skólaráða. Hér getur þú nálgast sem pdf skjal.

Handbók foreldrafélaga grunnskóla.


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is