Skólasálfræðingur

Sálfræðingur Skarðshlíðarskóla er á vegum Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar og starfar samkvæmt reglugerð um sérfræðiþjónustu skóla. Sérhver nemandi og sérhvert foreldri á rétt á aðstoð skólasálfræðings í formi greiningar og/eða ráðgjafar. Ástæður fyrir því að leitað er eftir aðstoð sálfræðings við skólann geta verið mismunandi en oftast er um að ræða greiningu fjölþættra erfiðleika.  Aðkoma sálfræðings felur m.a. í sér athugun á þroska, hegðun og líðan nemandans og í kjölfar greiningar eru gerðar tillögur til úrbóta. Sálfræðingur sinnir eftirfylgd í málum eftir þörfum.

Mál til  sálfræðings berast á tilvísunareyðublöðum sem útfyllt eru af foreldrum og umsjónarkennara barnsins. Málefni barnanna eru fyrst borin upp í nemendaverndarráði til formlegrar samþykktar um tilvísun til sálfræðings. Skriflegt leyfi þarf frá foreldrum svo sálfræðingur geti rætt við börn.


 


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is