Skólasafn

Bokasafn_1693311161973
Bókasafn Skarðshlíðarskóla hefur verið starfrækt frá stofnun skólans árið 2017.

Úrvalið er fjölbreytt, þar er að finna fjölda myndabóka fyrir þau sem yngri eru og skáldsögur eftir bæði innlenda og erlenda höfunda. Þá er einnig að finna talsvert úrval af fræðibókum sem tengjast skólastarfinu. 

Bókakosturinn á skólabókasafninu fer hratt stækkandi og leggjum við okkur fram við að kaupa nýjustu bækur við útgáfu ásamt því að gera úrvalið fjölbreytt með áður útgefnum bókum sem ýmist hafa verið gefnar safninu eða verið keyptar. Auk þess geymir bókasafnið talsvert magn af spilum sem koma víða við í leik og starfi nemenda Skarðshlíðarskóla. 

Allir starfsmenn og nemendur eiga útlánakort sem skólasafnið gefur út og geymir.


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is