Spjaldtölvur í skólastarfi


Reglur um notkun spjaldtölva í Skarðshlíðarskóla

Við afhendingu á iPad til nemenda er gert ráð fyrir að foreldrar undirriti samning sem lýtur að notkun og umgengni við spjaldið. Á miðstigi eru spjöldin geymd í skólanum og fara ekki heim nema í sérstökum tilvikum. Nemendur á unglingastigi taka spjaldið með heim en öll spjöld eru geymd í skólanum yfir sumarið. Skólinn úthlutar hverjum nemanda Apple-auðkenni sem þýðir að skólinn stýrir hvaða smáforrit eru sett upp í spjöldunum. Hér er hægt að sækja samning vegna láns á ipad. Einnig er hægt að fylla samninginn út rafrænt á Mínum síðum hjá Hafnarfjarðarbæ.

Skemmist, bili eða týnist spjald þarf að tilkynna það strax til tölvudeildar skólans á þar til gerðu eyðublaði. Í samningi kemur fram hvernig skuli farið með slík mál.

Skýrar reglur gilda um notkun spjaldanna innan veggja skólans sem eru sýnilegar á öllum svæðum skólans. Í reglunum kemur fram að spjöldin eru fyrst og fremst námstæki og að notkun þeirra er stýrt af kennara.




Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is