Fréttir

Sumarleyfi

 Skrifstofa skólans verður lokuð frá 4. júlí til 8.ágúst.

Opnunartími 8. - 12. ágúst er frá 10:00 til kl 14:00. 

Frá15.ágúst er opið frá kl 7:30 til 15:00 nema á föstudögum, þá er opið til kl 14:00. 

Skólasetning verður 23.ágúst.


Njótið sumarsins

Sumarkveðja, 

Starfsfólk Skarðshlíðarskóla Lesa meira

Frístundabíllinn er kominn í sumarfrí

Frístundabíllinn er kominn í sumarfrí og byrjar aftur í haust. Fleiri upplýsingar um það koma síðar. 

Lesa meira

Vikan hjá 6.bekk

Seinasta vika var fjörug hjá sjötta bekk. Þau voru búin að safna sér upp í fiðrildaveislu og fyrir valinu varð skemmtiferð í Rush. Á fimmtudag og föstudag voru svo haldnir fjölgreindarleikar í Skarðshlíðarskóla. Nemendum skólans var þá skipt í hópa og flökkuðu um skólann þar sem hin ýmsu verkefni voru leyst. Á svæði sjötta bekkjar gerðu nemendur „Lífið er núna“ armbönd til styrktar Krafti, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbameins og aðstandendur. Meðfylgjandi eru myndir frá vikunni.


Lesa meira

Vorhátíð Skarðshlíðarskóla

Við viljum vekja athylgi á að vorhátíð Skarðshlíðarskóla verður haldin í fyrsta sinn næstkomandi þriðjudag þann 7.júní frá 17:00 - 19:00. Endilega takið daginn frá. 


Lesa meira

Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is