Fréttir

Heimilisfræði

5 og 6 bekkur matreiddu mexíkóskan kjötrétt í heimilisfræðinni. Rétturinn var að mati nemenda sérlega ljúffengur og ætluðu flestir að matreiða hann aftur heima fyrir fjölskylduna. 

Lesa meira
SerstakurIthrottastyrkur2020_2021-002-

Á þitt barn rétt á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk?

Sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur til viðbótar hefðbundnum frístundastyrk í boði til 1. mars 2021

Lesa meira

Fréttir af 9.bekk

Nemendur í 9. bekk hafa verið að læra um þrýsting í Kraumi sem kallað er Geimurinn.

Í þessari viku höfum við einblínt á loftþrýsting og fór hópurinn í tilraunatíma í náttúrufræðistofunni til að skilja fyrirbærið betur.

Lesa meira

Lestrarkeppni grunnskóla hefst 18. janúar

Þann 18. janúar fer af stað önnur Lestrarkeppni grunnskóla þar sem keppt er um fjölda setninga sem nemendur lesa inn á síðunni samrómur.is. Forseti Íslands mun setja keppnina formlega klukkan 15:00 í Fellaskóla, streymt verður beint á Facebook-síðu Samróms. Keppnin stendur yfir í viku og lýkur á miðnætti þann 25. janúar.

Keppnin er til þess að hvetja ungt fólk til þátttöku í verkefninu Samrómur sem snýr að því að safna upptökum af lestri sem notaðar verða til að kenna tölvum og tækjum að skilja íslensku. Hægt er að lesa meira á síðu Samróms.

Til þess að taka þátt fara nemendurnir á vefinn, biðja um leyfi foreldris/forráðamanns (hafi það ekki þegar verið gert), velja sinn skóla og lesa svo inn setningar sem birtast á vefnum. Staða keppninnar er birt jafnóðum í stigatöflu sem er aðgengileg inni á síðunni.

Allir geta tekið þátt og eru foreldrar/forráðamenn og starfsmenn hvattir til þess að taka virkan þátt í keppninni.

Áfram Skarðshlíðarskóli !!!

Lesa meira

Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is