Fréttir

Facebooksíða foreldrafélagsins

Foreldrafélag Skarðshlíðarskóla er með síðu á facebook þar sem allir viðburðir eru auglýstir. Við hvetjum ykkur til að skoða síðuna og fylgja henni! 

https://www.facebook.com/profile.php?id=61552695681155

Bebras áskorunin

Í byrjun nóvember tók 9.bekkur þátt í Bebras áskoruninni. Bebras áskorunin kannar rökhugsun og tölvufærni með því að láta þátttakendur leysa krefjandi og skemmitleg verkefni.

Þáttakan í ár var mjög góð og hafa aldrei fleiri tekið þátt á Íslandi, 3.361 nemandi frá 51 skóla.

Nemendur Skarðshlíðarskóla stóðu sig frábærlega og fengu tveir nemendur gull viðurkenningu, 8 silfur og 13 borns.

Innilega til hamingju flottu og kláru 9.bekkingar!!


Lesa meira

Styrkur frá Forriturum framtíðar

Á hverju ári sækir Skarðshlíðarskóli um styrk til Forritara framtíðar. Fyrir styrkinn þetta árið voru keyptir litlir forritanlegir bílar sem kallast Indi.

Bílarnir æfa forritun og þurfa hvorki tölvu né spjaldtölvu. 

Í gær fengu nemendur í 2.bekk að spreyta sig á bílunum. Þeir reyndu á rökhugsun og talsverða þrautseigu því bílarnir gerðu ekki alltaf það sem krakkarnir ætluðust til af þeim og þá þurfti að endurhugsa og reyna aftur. Það var svo mikil gleði þegar þeir komust loks á áfangastað.


Lesa meira
Heimasida_1700226074173

Undirbúningur Litlu upplestrarkeppninnar

Undirbúningur Litlu upplestrarkeppninnar hefst árlega á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Allir nemendur 4. bekkjar taka þátt í keppninni. Markmiðið er að auka lestrarfærni og bæta upplestur þannig að allir nemendur keppist við að verða betri í dag en í gær. Verkefnið stendur fram í apríl. Það voru áhugasamir nemendur sem komu í hátíðarsalinn og hlustuðu á kynningu á Litlu upplestrarkeppninni.

Lesa meira

Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is