Fréttir

Frétt frá 7. bekk

7. bekkur hefur undanfarnar tvær vikur unnið að áhugasviðsverkefni og haldin var sýning á lokaafurð föstudaginn 2. júní. Foreldrar og aðrir forráðamenn voru boðnir í heimsókn og heppnaðist sýningin afskaplega vel. Nemendur fengu frjálsar hendur með viðfangsefni en skilyrði var að tengja efnið á einhvern hátt annað hvort við loftlagsbreytingar, mengun eða trúarbrögð. Mörg glæsileg verkefni litu dagsins ljós og metnaður nemenda var í fyrirrúmi.

Lesa meira

Skólaslit

Skólaslit föstudaginn 9. júní

kl. 8:30

kl. 9:00

kl. 9:30

kl. 10:00

1.-2. bekkur

3.-4. bekkur

5.-7. bekkur

8.-9. bekkur

· Nemendur mæta í heimastofur og ganga í röð með kennaranum sínum í matsal

· Eftir dagskrá á sal ganga nemendur í röðum inn í stofur með kennara, yngsti árgangurinn fer fyrst og svo koll  af kolli

· Í heimastofu afhendir umsjónarkennari vitnisburð og þakkar nemendum fyrir veturinn

· Ef nemandi mætir ekki á skólaslit á að skila gögnum hans á skrifstofu. Þar eru gögnin geymd í skjalaskáp þar til þau eru sótt

Lesa meira

Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is