Toontastic smáforritið notað í UT vikunni hjá 6. bekk

Vikuna 11.-15. september lagði 6. bekkur sérstaka áherslu á að nýta upplýsingatækni í náminu. Stærsta verkefni vikunnar var teiknimyndagerð með smáforritinu Toontastic. Nemendur nýttu Google Docs við að búa til sín eigin handrit að teiknimyndum og bjuggu svo til teiknimyndir í Toontastic. Myndirnar voru fjölbreyttar og skemmtilegar og gaman var að sjá hvað nemendur stóðu sig vel í að talsetja og búa til sínar eigin stuttmyndir. 

Maxresdefault


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is