Til starfsmanna og forráðamanna nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar.

Það er að koma jólafrí í grunnskólum Hafnarfjarðar og langþráð hvíld framundan. Með þessum jólapósti viljum við þakka samstarfið alla haustönnina um leið og við viljum kynna það sem framundan er í byrjun janúar.

Eins og staðan er höfum við ekki fengið að vita hvort, og þá hverjar, verði breytingar á reglum um skólastarf um áramótin. En núverandi reglur gilda til 31. desember.

Skólastjórnendur í grunnskólum Hafnarfjarðar hafa þó fengið þau tilmæli að undirbúa breytingar með aukningu á kennslu í 5.-10. bekk frá áramótum á meðan skóla- og frístundastarf í 1.-4. bekk verður óbreytt frá því sem nú er og matarþjónustan og starfsemi félagsmiðstöðva sömuleiðis. Núna eru að jafnaði 4 kennslustundir í skóla í 5.-10. bekk en þær munu verða a.m.k. 5 á dag að jafnaði, eða 25 á viku, í þessum árgöngum eftir áramótin. Þannig höfum við ákveðið að láta aðstæður, því þær eru mismunandi, í hverjum skóla ráða því hversu mikil kennsla, og hvaða, verður í einstaka bekkjum í skólum. Það leiðir til þess að ekki verður gefið að það verði jafnræði í kennslutímamagni milli hafnfirskra grunnskóla hjá nemendum á sama aldri. Það var ákveðið að opna á þennan möguleika frekar en að hafa áfram jafna kennslu milli skóla sem hefði dregið úr fjölda kennslutíma hjá flestum. Valgreinar í 8.-10. bekk er ekki hægt að hefja enn sem komið er og Tækniskólinn hefur tilkynnt að hann muni ekki vera með valgrein sína fyrir nemendur í 10. bekk í vetur. Stefnt er að því að halda þessu fyrirkomulagi, ef þess verður nokkur kostur, uns takmörkunum á skólastarfi verður aflétt og hægt verður að fara í hefðbundið og fullt skólastarf.

Við væntum þess að jólahátíðin og áramótin verði ykkur öllum ánægjuleg og við eigum áfram gott samstarf á næsta ári um að búa áfram til skólastarf sem svari þörfum allra nemenda okkar fyrir menntun, jákvæð samskipti og vellíðan í námi og leik.

Hafnarfirði 17. desember 2020.

Skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is