Þemavika

Komið þið sæl,
Í næstu viku verður þemavika hjá okkur í Skarðshlíðarskóla. Við ætlum að vinna með ævintýri. Nemendum hefur verið skipt í 6 aldursblandaða hópa og vinna hóparnir saman alla vikuna.

Venjulega stundaskrá riðlast, smiðjur og íþróttir falla niður en nemendur fara í „öðruvísi“ sundtíma með sínum hópi á þriðjudaginn og fimmtudaginn.

Föstudagurinn 10. nóvember er sveigjanlegur dagur eins og kemur fram á skóladagatalinu. Þá lýkur skólanum kl. 11:10. Nemendur sem eiga pláss í Skarðssel fara þangað en aðrir heim með rútunni kl. 11:15.

Bestu kveðjur,

Starfsfólk Skarðshlíðarskóla


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is