Skarðshlíðarskóli fær styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar

Skarðshlíðarskóli hefur fengið úthlutað styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar. Forritarar framtíðarinnar er samfélagsverkefni sem hefur það hlutverk að efla og auka áhuga á forritun og hagnýtingu á tækni í skólum landsins.

Skarðshlíðarskóli fékk styrk til kaupa á minni tækjum í forritunar- og tæknikennslu og nýtti hann til kaupa á Lego WeDo.

Með Lego WeDo  byggja nemendur og forrita auðveldar vélar, sem tengjast við tölvu og læra þannig undirstöðuna í forritun og ýmislegt um vélbúnað.

Nánar um Forritarar framtíðarinnar


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is