Næstu dagar

Eins og kom fram í bréfi frá Skrifstofu mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar þá verður skólahald með breyttu sniði a.m.k. til 17. nóvember. Þetta er stórt og mikið verkefni að halda úti skóla á þessum tímum en með samvinnu, vináttu og þrautseigju allra í skólasamfélaginu munum við leysa það farsællega af hendi. Hér á eftir koma upplýsingar er varða skólahald í Skarðshlíðarskóla.

Nemendum og starfsfólki hefur verið raðað í hólf og enginn má fara á milli hólfa. Hólfin eru kennslustofur en gangar eru skilgreindir sem sameiginlegt rými. Þeir eru eingöngu notaðir til að fara inn og út úr skólanum. Allt starfsfólk þarf að vera með grímu á göngum sem og nemendur í 5. – 9. bekk.

Skólinn opnar 10 mínútum áður en að kennsla hefst. Nemendur eiga að fara beint inn í sína heimastofu.

1. -4. bekkur

Starfsmenn þurfa að nota grímur ef þeir geta ekki tryggt 2 metra á milli sín inni í skólastofunni.

1. bekkur er eitt hólf. 2. og 4. bekkur mynda eitt hólf, og 3. bekkur er eitt hólf.

Nemendur fara tvisvar sinnum í frímínútur og í Míluna eins og venjulega. Þeir nemendur sem eru í áskrift fá ávexti og mat frá frá Skólamat. Nemendur borða inni í stofum og þeir nemendur sem er í Skarðsseli verða áfram í sínum heimastofum eftir að kennslu lýkur. Sjá nánar um Skarðssel hér að neðan. Nemendur verða að koma með vatnsbrúsa/glas að heiman til nota í hádegismat og í hressingu í Skarðsseli.

Nemendur í 2. og 4. bekk koma inn um sama inngang og venjulega, á neðri hæð hjá bókasafninu.

Skóladagurinn hefst kl. 8:10 og lýkur kl 13:10.

Nemendur í 1. og 3. bekk koma inn um sama inngang og venjulega, á neðri hæð hjá Skarðsseli.

Skóladagur hjá 1. bekk er frá kl. 8:10 – 13:10

Skóladagur hjá 3. bekk er frá kl. 8:30 – 13:30

5- 9. bekkur

Grímuskylda hjá nemendum og starfsfólki í 5.-9. bekk allan skóladaginn.

Ef nemendur eru ekki með grímu geta þau fengið eina við innganginn.

5. – 7. bekkur

Nemendum í 5. og 7. bekk hefur verið skipt upp í tvö hólf og hafa forráðamenn þeirra nemenda fengið tölvupóst um það.

Nemendur í 5. 6. og 7. bekkur koma inn um sama inngang og venjulega, á neðri hæð.

Skóli hefst kl. 8:10 og lýkur kl. 11:10. Það verða engar frímínútur en nemendur fara í Míluna.

Kl. 11:10 – 11:30 er hádegismatur. Nemendur verða að koma með vatnsbrúsa/glas ef þeir vilja drekka með hádegismatnum. Þeir nemendur sem óska þess geta borðað hádegismat í skólanum en þeir mega einnig taka hann með sér heim.

8. og 9. bekkur

Nemendum í 9. bekk hefur verið skipt í tvö hólf og hafa forráðamenn þeirra nemenda fengið tölvupóst um það.

Nemendur í 8. og 9. bekk koma inn um inngang á efri hæð.

Skóladagurinn hefst kl. 8:50 og lýkur k 11:30.

KL. 11:30 - 11: 50 er hádegismatur. Nemendur verða að koma með vatnsbrúsa/glas ef þeir vilja drekka með hádegismatnum.Þeir nemendur sem óska þess geta borðað hádegismat í skólanum en þeir mega einnig taka hann með sér heim.



Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is