Bolludagur, öskudagur og skipulagsdagur.

Mánudagurinn 12. febrúar er bolludagur, þá mega nemendur koma með bollur í skólann til að gæða sér á í nestistímanum.
Á miðvikudaginn er öskudagur og  þá mega allir vera í búningi (en við skiljum öll vopn sem tilheyra búningnum eftir  heima).  Heyrst hefur að starfsfólkið í Skarðshlíðarskóla ætli að sýna á sér nýjar og óvæntar hliðar! Við  byrjum daginn í skólanum, förum snemma í frímínútur og höldum svo ball í salnum í Ásvallalaug. Við borðum hádegismat í fyrra fallinu en skóla lýkur kl. 11:10 og rútan fer frá skólanum um 11:20.
Skarðssel er opið fyrir þá nemendur sem eru skráðir þar.
Föstudaginn 23. febrúar er skipulagsdagur, en þá mæta nemendur ekki í skólann og svo er vetrarfrí mánudaginn 26. og 27. febrúar.


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is