Hraun og huldufólk

Það hefur gengið mjög vel hjá okkur á ,,Hraun og huldufólk" stöðinni. 

Krakkarnir eru áhugasamir og vinna vel.

Við byrjum á því spjalla um álfa og huldufólk og lesum söguna ,,Endurgoldin mjólk". Sagan er um huldukonu sem gefur konu einni kvígu að launum fyrir mjólk.

Því næst förum við út að taka myndir af hrauninu í kringum Skarðhlíðarskóla og reynum að sjá huldufólk.

Að lokum gerum við myndasögur um álfa og huldufólk í ,,Book creator" með myndunum sem við tökum úti.

Hér má sjá fleiri myndir frá þemavikunni.


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is