Hjól, hlaupahjól og góða veðrið

Komið þið sæl,

Við fögnum því hve duglegir nemendur eru að koma, gangandi, hjólandi og á hlaupahjólum í skólann. En það eru nokkur atriði sem við viljum biðja ykkur um að ræða við börnin ykkar.

Vegna öryggis nemenda má ekki vera á hjólum/hlaupahjólum á skólalóðinni á skólatíma sem er frá kl. 8:00 - 17:00 alla daga.

Hjól og hlauphjól á að geyma í hjólgrindum. Ef ekki er hægt að læsa hjólum/hlaupahjólum eða ef tækin þola ekki íslenskt veðurfar verður að skilja hjól/hlaupahjól eftir heima. Við höfum ekki aðstöðu til að geyma hjól/hlaupahjól inni.

Eftir einmuna blíðu í byrjun haustsins fengum við hressilega lægð með roki og rigningu í dag. Minnum á að börnin komi klædd eftir veðri. Allir nemendur í 1. - 7. bekk fara út 3 sinnum á dag og nemendur í 8. og 9. bekk fara daglega í míluna. Það er undantekning að við fellum niður útiveru. Regnheld föt og skór er það eina sem dugar til að halda sér þurrum. 

Að lokum viljum við minna á að foreldrar geta óskað eftir því (með tölvupósti) að nemendur séu inn í frímínútum eftir veikindi og þá í mesta lagi í tvo daga. Ekki er boðið upp á fyrirbyggjandi inniveru 

Annars hefur skólastarfið gengið vel. Við förum í einu og öllu eftir fyrirmælum Almannavarna og höfum verið heppinn með að geta haldið uppi nánast hefðbundnu skólastarfi. 

Bestu kveðjur,
Stjornendur 


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is