Gunnar Helgason - Upplestur

Gunnar Helgason kom í heimsókn í dag með upplestur og spjall um nýju bókina sína, Bannað að eyðileggja fyrir 3 - 8. bekk. Nemendur eru gríðarlega spenntir fyrir að lesa nýju bókina hans! Við þökkum Gunnari innilega fyrir komuna til okkar í Skarðshlíðarskóla!

Nú styttist í að allar nýju bækurnar komi inn á bókasafnið en Sandra er í óðaönn að undirbúa þær til útláns! Til að sem flestir fái ánægju af því að lesa bækurnar þá hvetjum við nemendur til að skila öllum þeim bókum sem ekki er verið að lesa. 


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is