Fréttir af 3.bekk

3. bekkur er búinn að vera að læra um himingeiminn og reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar. Þau eru mjög áhugasöm um efnið eins og sjá má á myndunum. Í morgun voru þau að horfa á myndir af sjónarspili norðurljósanna og myndir af reikistjörnunum. Einnig fræddust þau um „bláan ofurmána“ sem er á morgun 31. janúar, en mikinn fróðleik er að finna á stjörnufræðivefnum, stjornufraedi.is


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is