Fréttir 7. Bekkur

Á föstudaginn í seinustu viku byrjuðum við að skreyta fyrir halloween og héldum því áfram á mánudaginn í þessari viku.

Á miðvikudaginn var sund og þegar rútan var komin fór hún án allra stelpnanna en stelpurnar redduðu sér og tóku bara strætó. Síðan var líka halloween ball á miðvikudaginn í Skarðinu, flestir í bekknum mættu og það voru tvær stelpur í 7.bekk sem unnu búningakeppnina fyrir flottasta og frumlegasta búninginn, það voru Theodóra og Kristel Birna. Við kláruðum síðan Skólaslit 2 eftir Ævar vísindamann, en hann skrifaði einn kafla á dag og við hlustuðum á hann lesa kaflan daglega og sagan var frekar skemmtileg.

(Frétt skrifuð af Hildi Emelíu Kristinsdóttur, nemanda í 7. bekk)


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is