Drekalestur Skarðshlíðarskóla 2023

Í dag hófst lestrarátak hjá okkur í Skarðshliðarskóla. Í þetta skiptið er það í formi drekalesturs en fyrir ofan bókasafnið er komin langur dreki (sjá mynd í viðhengi) sem nær upp stigann og inn í matsal. Fyrir hverjar 15 mínútur sem nemendur lesa fá þeir þríhyrning sem þeir hengja á hala drekans. Við það verður drekinn litríkur og fallegur. Hver árgangur er með sinn lit (sjá í viðhengi). Allur lestur nemenda telur, bæði í skólanum og heima. Í boði er að hlusta á hljóðbók eða að lesið sé fyrir barnið en það kemur að sjálfsögðu ekki í staðin fyrir að barnið lesi sjálft í 15 mínútur á dag heldur eingöngu sem viðbót.

Drekalesturinn stendur til 28. apríl og á meðan eru nemendur með sérstakt lestrarhefti sem er tileinkað drekalestrinum. Þar þarf að setja inn dagsetningu, hve margar mínútur voru lesnar og kvittun foreldris/forráðamans. Drekinn er farin að taka á sig mynd og finnst nemendum þetta gríðarlega spennandi.


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is