BLÁR APRÍL

Klæðumst bláu á BLÁA DAGINN þriðjudaginn 2. apríl

Í tilefni af vitundar- og styrktarátakinu BLÁR APRÍL sem er nú haldið í sjötta sinn, eru börn og fullorðnir hvattir til að klæðast bláu þriðjudaginn 2. apríl til að sýna einhverfum stuðning og samtöðu. Undanfarin ár hafa margir brugðið á það ráð að birta myndir á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #blarapril sem hefur lífgað upp á daginn og hjálpað til við að breiða út boðskapinn
Myndir frá Bláa deginum undanfarin ár #blarapril
Sem fyrr er það Blár apríl - Styrktarfélag barna með einhverfu sem að bláa deginum stendur. Markmið átaksins er að vekja athygli á einhverfu og safna fé til styrktar málefnum er varða börn með einhverfu. Öll starfsemi styrktarfélagsins er unnin í sjálfboðavinnu og allt styrktarfé rennur óskert til söfnunarátaksins.
Á fyrsta starfsári félagsins leiddi styrktarátakið til þess að hægt var að gefa öllum grunnskólum landsins sérkennslugögn að andvirði fimm milljóna króna. Árið eftir var styrktarféð nýtt til að koma á námskeiði fyrir foreldra og aðstandendur barna með einhverfu, þátttakendum að kostnaðarlausu. Þörfin leyndi sér ekki og aðsóknin var slík að félagið hefur haldið námskeiðin æ síðar og þátttakendur farnir að nálgast 700. Gefið hafa verið út tvö vönduð fræðslumyndbönd um einhverfu sérstaklega ætlað börnum. Þar fóru Ævar vísindamaður og drengurinn Dagur ofan í saumana á einhverfu og svo kom út annað myndband með henni Maríu í aðalhlutverki. Í ár munum við halda áfram með námskeiðin okkar og gefa bæði myndböndin út með ensku tali.
Úr fræðslumyndbandinu frá í fyrra: Ævar vísindamaður og Dagur
Leiðir til að styðja og styrkja málefnið:
• Klæðast bláu þriðjudaginn 2. apríl og birta myndir á samfélagsmiðlum merktum #blarapril
• Ræða við börnin ykkar um einhverfu og horfa saman á fræðslumyndböndin á blarapril.is
• Hringja í síma 902 1010 og styrkja málefnið um 1000 krónur
• Kaupa Bláu næluna, samstöðumerki átaksins, (eða aðrar vörur) á verslun.blarapril.is
• Mæta á uppistand Blás apríls, föstudagskvöldið 5. apríl á Bryggjan Brugghús – sjá nánar á miði.is
• Einnig er tekið við frjálsum framlögum á blarapril.is
• Fylgjast með fréttum af átakinu á facebook síðu styrktarfélagsins: facebook.com/einhverfa
Við þökkum fyrir stuðninginn og hlökkum til að sjá ykkur sem flest í bláu þriðjudaginn 2.


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is