Afmælishátíð Skarðshlíðarskóla

Síðasta föstudag héldum við í Skarðshlíðarskóla upp á 5 ára afmæli skólans. Við byrjuðum á því að fara saman í Míluna og að henni lokinni fengu allir afmælisköku og mjólk. Eftir frímínútur kom allur skólinn saman á sal þar sem Inga skólastjóri hélt ræðu, Hafdís myndmenntakennari afhjúpaði listaverk sem nemendur og starfsfólk unnu saman og færðu skólanum að gjöf. Síðan spilaði Jóhanna Dýrleif nemandi í 8.bekk lag á píanó, Aron og Hlynur nemendur úr 7.bekk fluttu stuttan leikþátt og Luke tónmenntakennari stjórnaði samsöng. Í lokin mætti leynigestur sem keyrði upp stuðið og fékk alla til að syngja og jafnvel dansa af gleði. Þetta var frábær dagur og nemendur fóru alsælir í helgarfrí.

Afmaelismilan1



Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is