2.bekkur

Það er nóg að gera hjá okkur í skólanum á aðventunni. Við í 2. bekk erum búin að vera dugleg að föndra og gera alls konar skemmtilega hluti.

Alþjóðlega Hour of Code (Klukkustund kóðunar) forritunarvikan stendur nú yfir en í ár er hún haldin dagana 5. – 11. desember um heim allan. Markmiðið með átakinu er að hver og einn nemandi forriti í a.m.k. eina klukkustund. Átakið hefur náð til yfir 1,5 milljarð þátttakenda í yfir 180 löndum.

Skarðshlíðarskóli var að sjálfsögðu með eins og undanfarin ár og fengu allir nemendur skólans tækifæri til að taka þátt. Að lokum fengu allir nemendur viðurkenningu.

Nemendur eru hvattir til að kóða meira heima ef áhugi er fyrir því. Á heimasíðu verkefnisins code.org má finna fullt af spennandi verkefnum á yfir 45 tungumálum og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Bjarni Fritzson kom einnig og las upp úr nýjustu bók sinni, það var mjög gaman.


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is