Þemavika

Í næstu viku verður þemavika hjá okkur í Skarðshlíðarskóla. Þemað að þessu sinni er „Útivera og flakk“ og eins og nafnið gefur til kynna verðum við mikið úti þessa daga. Því er mikilvægt að allir séu klæddir til útiveru, hlý föt og regnheld er málið :)

Öllum nemendum skólans hefur verið skipt í 4 hópa og vinna hóparnir saman alla dagana og fara á milli mismunandi stöðva.

Nemendur byrja og enda alla daga í heimastofu hjá umsjónarkennara. Það væri gott ef nemendur væru með létta/litla tösku/bakpoka þessa daga fyrir nestið og auka fatnað en nestistímar verða úti (eða a.m.k. ekki í skólanum).

Stöðvar
Helga og Jórunn – Ástjörn
Kolla og Svanhildur – Bæjarferð
Berglind og Gyða- Hraunið og huldufólk
Ólöf og Viktor –Útileikir og hreyfing

Föstudagurinn 23. mars er skóli frá 8:10 til 11:10. Þá ætlum við að fara í gönguferð og skoða hvernig  framkvæmdir ganga á  nýja skólanum. Við borðum hádegismatinn okkur úti. Þeir nemendur sem eru ekki í mataráskrift geta keypt mat þann dag.
Nemendur sem eiga pláss í Skarðsseli fara þangað kl. 11:10 en aðrir fara heim með rútunni sem fer héðan um 11:20.
Föstudagurinn 23. mars er síðasti kennsludagur fyrir páska en kennsla hefst aftur þriðjudaginn 3. apríl samkvæmt stundatöflu.

Skarðssel er opið 26. – 28. mars, en eingöngu fyrir þá nemendur sem búið er að skrá.

Við óskum ykkur gleðilegra páska!

Starfsfólk Skarðshlíðarskóla.


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is