Íþróttir og sund í Skarðshlíðarskóla

Íþróttakennsla fer fram í íþróttahúsinu á Ásvöllum.
Sundkennslan fer fram í Ásvallalaug.

Íþróttir

Útikennsla er hjá nemendum í 3. og 4. bekk, til föstudagsins 8. september.
1 og 2 bekkur verða inni í íþróttum.

Íþróttafatnaður í útiíþróttum

Leyfilegt er að vera í sömu fötum og í skólanum uppfylli þau skilyrði um fullnægjandi íþróttafatnað (íþróttagalli/föt sem gott er að hreyfa sig í). Þeim er að sjálfsögðu leyfilegt að mæta með íþróttaföt og skipta um fyrir tíma. Ekki er leyfilegt að mæta í gallabuxum.
Mikilvægt er að krakkarnir klæði sig eftir veðri.
Ef veður er mjög slæmt fer kennslan fram inni.

Íþróttafatnaður í inniíþróttum

Nemendur mæti með sérstök íþróttaföt sem þau fara í fyrir tíma þ.e. íþróttabuxur, bol og íþróttaskó. Engu skiptir hvort íþróttabuxurnar séu síðar eða stuttar og svo má að sjálfsögðu mæta í fimleikabol.
Nemendur í 1.-2. bekk eru berfætt í íþróttatímum.
Nemendur í 3. og 4. bekk mæta í skóm. Æskilegt er að foreldrar kaupi skó með ljósum sóla. Svartbotna skór með hrágúmmí lita gólfið og erfitt er að hreinsa það af.

Sundfatnaður

Nemendur þurfa að mæta með sundföt og handklæði. Stúlkur mæti í sundbol í sundtíma og drengir mæti í sundbuxum. Ekki er æskilegt að nemendur séu í bíkíní eða stuttbuxum þar sem þessi fatnaður hefur áhrif á frammistöðu nemanda. Ekki hægt að fá lánuð sundföt né sundgleraugu.

Á hverju skólaári safnast upp mikið magn af óskilafatnaði. Merkið því fatnað, handklæði, skó, sundgleraugu og annað. Með því aukast líkurnar á að óskilamunir skili sér.

Leyfi í íþróttum og sundi

Ef nemandi getur ekki tekið þátt í íþrótta- eða sundtíma af einhverjum orsökum þarf foreldri/forráðamaður að tilkynna það til ritara skólans í síma 5277300 eða senda tölvupóst  á skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is
Nemandi mætir samt sem áður í íþróttir en horfir á.

Í sundi gildir sú regla ef nemandi getur ekki tekið þátt í sundi, verður hann eftir í skólanum. Ekki er hægt að fá leyfi eftir á.

Ana Tepavcevic
Íþróttir og sund
anate@skardshlidarskoli.is

Viktor Ingi Sigurjónsson
Íþróttir og sund
viktoringi@skardshlidarskoli.is

 

 

 

 


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is