29.5.2020 : Síðasta kennsluvikan

Komið er að síðustu kennsluviku þessa skólaárs en hún verður 2. til 5. júní. Þessi vika verður með öðru sniði en venjulega, umsjónarkennarar hafa sent nánari dagskrá heim í vikupósti.

2. júní fara nemendur í 5. til 8. bekk í ferð að Hvaleyrarvatni.

3. júní fara nemendur í 1. – 4. bekk í ferð að Hvaleyrarvatni.

5. júní er íþróttadagur úti hjá öllum nemendum sem endar kl 11:10 með grillveislu.

8. júní eru skólaslit hjá nemendur en að þessu sinni fara skólaslitin því miður fram án foreldra.

  • 1. – 4. bekkur er kl 9 - 9:30
  • 5. – 8. bekkur er kl 10 – 10:30 
...meira

22.5.2020 : Samfés

Á hverju ári er haldin söngkeppni Samfés en hún var fyrst haldin árið 1992 og verður glæsilegri með hverju árinu. Til að komast í þá keppni hafa unglingar af öllu landinu tekið þátt í forkeppnum, landshlutakeppnum og aðeins 30 atriðið komast í stóru keppnina. Keppnin verður með öðruvísi sniði þetta árið vegna Covid-19 en hún mun fara fram á www.ungruv.is. Keppendur tóku upp myndband af sér syngja og sendu til Samfés. Öll atriði keppanda verða aðgengileg föstudaginn 22.maí kl:17 á vef UngRúv

Dómnefnd velur sigurvegara Söngkeppni Samfés 2020 sem og annað og þriðja sæti. Einnig verður netkosning um titilinn „Rödd fólksins 2020“ sem verður aðgengileg á UngRuv.is til 25.maí

Hekla Sif nemandi í 8.bekk vann forkeppnina hér í Hafnarfirði og tekur þátt fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Skarðsins. Við erum mjög spennt að fylgjast með keppninni í kvöld og viljum hvetja alla að kjósa.

Úrslit Söngkeppni Samfés 2020 og „Rödd fólksins“ verða tilkynnt á ungruv.is mánudaginn 25.maí klukkan 20:00


...meira

22.5.2020 : 8. bekkur val

Sápur með lavenderilmi tilbúnar hjá valinu Sköpun....meira

20.5.2020 : Myndmennt 1. og 2. bekkur

Útileirmótun - fuglar, mýs og fleiri furðudýr.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfinu


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is