16.9.2019 : Göngum í skólann

Skarðshlíðarskóli hefur ákveðið að taka þátt í Göngum í skólann, verkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Embætti landlæknis, Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Heimilis og skóla. Göngum í skólann verður sett mánudaginn 16. september og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 2. október.

Þetta er í þrettánda sinn sem verkefnið er haldið hér á landi. Megin markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vef þess www.gongumiskolann.is


...meira

16.9.2019 : Frétt frá 6.bekk

         Hæfni nemanda til að átta sig á sjálfum sér byggist á því hvaða mynd hann gerir sér af sjálfum sér (og öðrum) í eigin huga. Samfélagsgreinar eiga að efla þessa hæfni með því að víkka út og dýpka hugarheim nemandans. Með þetta að markmiði hafa nemendur í 6. bekk verið að vinna með hæfniviðmiðið: Að gera sér grein fyrir eigin styrkleikum og veikleikum. Nemendur teiknuðu sjálfsmynd og veltu því fyrir sér hvaða styrkleikum þeir byggju yfir og í hverju þeir vildu bæta sig. Einnig veltu þeir því fyrir sér hvort ákveðinn eiginleiki geti bæði verið styrkleiki og veikleiki og mikilvægi þess að þekkja styrk sinn og veikleika svo hægt sé að vinna í að bæta sig og vaxa.


...meira

11.9.2019 : Skólakynning fimmtudaginn 12. september kl. 20:00 -22:00


Dagskrá

1. Ingibjörg Magnúsdóttir skólastjóri segir stuttlega frá áherslum í skólastarfinu og kynnir nýjar reglur um ástundun í grunnskólum Hafnarfjarðar.

2. Rannveig Hafberg aðstoðarskólastjóri fer yfir áherslur skólans í SMT.

3. Kristín Laufey Rúnaostdóttir deildarstjóri stoðþjónustu

fjallar um Lesferil, lesskilning og mikilvægi heimalesturs.

4. Fjóla Rún Sigurðardóttir deildarstjóri tómstundamiðstöðvar

verður með stutta kynningu á frístundaheimilu Skarðsel og Félagsmiðstöðinni Skarðinu.

5. Foreldrafélagið kynnir sitt starf og segir frá hlutverki bekkjarfulltrúa.

6. Umsjónarkennarar taka við og fara með foreldra inn á svæði og kynna starfið í vetur.

7. Forráðamönnum gefst kostur á að ganga um skólann og skoða.

Við vonumst til að sjá sem flesta. 

...meira

6.9.2019 : Fréttir af 7. bekk

Í síðustu viku vorum við svo heppin að fá hana Hafdísi myndlistakennara til okkar. Hún gerði með okkur skemmtileg verkefni sem við hengdum upp á veggina hjá okkur. 


...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfinu


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is