9.8.2019 : Skólasetning

Skólasetning verður fimmtudaginn 22. ágúst á sal skólans.

8:30 Skólasetning 1. – 4. bekkur

10:00 Skólasetning 5. – 8. bekkur

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstuaginn 23. ágúst nema hjá nemendum í 1. bekk.

Þeir verða boðaðir í viðtal til umsjónakennara ásamt foreldrum föstudaginn 23. ágúst. Nánari upplýsingar koma í pósti í næstu viku.

...meira

7.6.2019 : Lestur er bestur

Verum dugleg að lesa í sumar :)

Lestur_er_bestur.pdf


...meira

3.6.2019 : Síðustu dagarnir

Þriðjudagur 4. júní – Vorferð skólans á Hvaleyrarvatn.

Skóli frá 8:10 – 13:10
Við ætlum að ganga að Hvaleyrarvatni og eyða deginum þar. Rúta kemur og sækir okkur í lok dags. Nemendur þurfa að vera klæddir til útiveru, með húfu, vettlinga og í góðum skóm og hafa með auka sokka. Við höfum aðsetur í skátaskálanum en verðum að mestu úti. Við fáum samlokur, ávöxt og djús frá Skólamat fyrir nemendur í hádegismat en nemendur þurfa að koma með morgunhressingu. Best er að vera með lítinn bakpoka. Nemendur mega koma með útileikföng, en ekki meira en þeir geta borið sjálfir.


Miðvikudagur 5.júní –Íþróttadagur á skólalóð.

Skóli 8:10 - 11:30
Við endum daginn á að grilla pylsur fyrir alla.


Fimmtudagur 6. júní – Lokadagur skólaársins

Skóli frá 8:10 - 12:00
Síðasta Mílan.
Ævar vísindamaður kemur og les úr nýrri bók kl. 11:30.

Föstudagur 7. júní

8:30 – Skólaslit á sal skólans. Foreldrar velkomnir með.


...meira

28.5.2019 : Fiðrildaveisla hjá 3.bekk


3. bekkur ákvað að hafa síðustu fiðrildaveislu skólaársins sem útitíma - við borðuðum sparinesti...

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfinu


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is