23.6.2020 : Skarðshlíðarskóli fær styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar

Skarðshlíðarskóli hefur fengið úthlutað styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar. Forritarar framtíðarinnar er samfélagsverkefni sem hefur það hlutverk að efla og auka áhuga á forritun og hagnýtingu á tækni í skólum landsins.

Skarðshlíðarskóli fékk styrk til kaupa á minni tækjum í forritunar- og tæknikennslu og nýtti hann til kaupa á Lego WeDo.

Með Lego WeDo byggja nemendur og forrita auðveldar vélar, sem tengjast við tölvu og læra þannig undirstöðuna í forritun og ýmislegt um vélbúnað.

Nánar um Forritarar framtíðarinnar

...meira

15.6.2020 : Sumarkveðja

Þar sem ekki var hægt að bjóða foreldrum í heimsókn í lok árs var ákveðið að skella í stutt myndband. Þar má sjá sýnishorn af því flotta starfi sem hefur verið unnið í Skarðshlíðarskóla á þessu skólaári. Vona að þið hafið gaman að.

Takk fyrir veturinn og njótið sumarsins. 

...meira

5.6.2020 : 3.bekkur

Í dag fimmtudaginn, 4. júní var síðasta fiðrildaveisla skólaársins hjá 3. bekk. Við gengum á Ásfjallið okkar í blíðskaparveðri og tókum meðfylgjandi mynd af öllum hópnum og umsjónarkennurum við það tækifæri. Við veifuðum íslenska fánanum, borðuðum heimabakaða súkkulaðiköku og drukkum safa með.

Umsjónarkennarar vilja þakka frábærum krökkum fyrir góðan vetur og þeirra forráðamönnum fyrir gott samstarf og óskum þeim góðs sumarfrís. 

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfinu


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is