1.4.2020 : SETJUM HEIMSMET Í LESTRI

VERTU MEÐ Í LANDSLIÐINU

Í tilefni af því að nú erum við mörg heima, og vantar eitthvað gefandi til að nýta tímann í, ætlum við að sameinast í einu liði, landsliðinu í lestri, og setja heimsmet í lesnum mínútum á einum mánuði.

Allir sem lesa geta verið með. Þú þarft bara að skrá mínúturnar sem þú lest á þessari síðu og hún reiknar út hvað allir eru búnir að lesa samtals:

https://timitiladlesa.is/um-verkefnid

Ef það er eitthvað sem er nóg af í ástandinu þá er það tími. Það er hægt að nýta hann vel og minna vel, og ein albesta nýtingin er að lesa. Fyrir utan hvað það er skemmtilegt þá gerir lestur kraftaverk í lesandanum. Hver blaðsíða eflir orðaforðann, kveikir nýjar hugmyndir og eykur skilning á lesmáli og veitir þannig aðgang og skilning á heiminum öllum.

Þetta er frekar einfalt: Því meira sem við lesum því betra.

Svo nú er bara að reima á sig lesskóna og grípa næstu bók. Viðbúin – tilbúin – lesa!

Tími til að lesa er verkefni á vegum Menntastofnunar og mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

...meira

27.3.2020 : Kveðja frá Hafdísi myndmenntakennara

Dekkjamunsturgerð í snjóinn er skemmtileg iðja.
Leggðu fæturnar í Vaff (V), með annan fótinn fram yfir hinn til skiptis og gerðu langt dekkjamunstur.

Góða skemmtun!

...meira

25.3.2020 : Skólaganga barna á tímum COVID-19 faraldurs

Landlæknir og sóttvarnalæknir vilja árétta mikilvægi þess að nemendur í leik- og grunnskólum haldi áfram að sækja skóla þrátt fyrir takmarkanir á skólastarfi.

Sjá nánar hér:

...meira

20.3.2020 : Í vikulok

Tíminn flýgur áfram og komin helgi. Þessi vika hefur gengið mjög vel bæði nemendur og starfsfólk eru að leggja sig fram. Ekki má gleyma ykkur forráðamönnum sem eru að aðstoða börn ykkar heima. Það er gaman að sjá hvað nemendur eru hugmyndaríkir í heimanáminu og duglegir að skila því til kennara. Við höfum heyrt í þó nokkrum foreldrum þar sem þeir líta á heimanámið sem tækifæri til að kynnast námi barna sinna betur.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfinu


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is