Innra mat Skarðshlíðarskóla

Innra mat skóla

Innra mat skóla stendur fyrir þá matsstarfsemi sem gerist innan skólanna sjálfra og meðal þeirra sem þar starfa og hafa hagsmuna að gæta, þ.e. foreldra, nemenda og starfsmanna, og er á ábyrgð skóla­stjórnenda. Í lögunum segir:

36. gr. Innra mat.

Hver grunnskóli metur með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs á grundvelli 35. gr. með virkri þátttöku starfsmanna, nemenda og foreldra eftir því sem við á.

Grunnskóli birtir opinberlega upplýsingar um innra mat sitt, tengsl þess við skólanámskrá og áætlanir um umbætur.

Í skólanum er unnið að margvíslegu innra mati í tengslum við daglegt skólastarf. Í daglegu skólastarfi er stöðugt leitað leiða til að bæta starfsemi með tilliti til náms einstakra nemenda, hópa og skólans í heild með ýmsu móti, s.s. í teymisvinnu um einstaka nemendur, skólaþróunarverkefnum varðandi námsgreinar og viðfangsefni og sérstökum umbótaverkefnum. Þetta mat snýst allt í senn um árangur, fagleg vinnubrögð og samskiptaþætti í skólastarfinu. Skólapúlsinn er sérstakt verkfæri sem skólinn notar til að meta árangur út frá viðhorfum foreldra, nemenda og starfsmanna. Í lok hvers skólaárs kynnir skólinn niðurstöður úr Skólapúlsinum og vinnur að umbótaverkefnum í kjölfarið, út frá upplýsingum Skólapúlsins og öðrum upplýsinga­gjöfum sem skólinn nýtir sér.

Áherslur skólans í innra mati og umbótaverkefni í kjölfar innra mats skólans birtist í mats- og umbótaáætlun skólans sem kynnt er í starfsáætluninni þar sem jafnframt er að finna innri matsskýrslu skólans fyrir liðið skólaár.

Matsteymi

Matsteymi er hluti af innra mati grunnskóla. Þar fer fram fagleg ígrundun og greining á gögnum um skólastarfið þar sem mat er lagt á hversu vel tekst að ná þeim gæðum og þeim árangri sem stefnt er að út frá fyrirfram ákveðnum viðmiðum. Matið gerir skólum kleift að kynnast starfi sínu vel og að finna bestu leiðirnar til umbóta fyrir nemendur. Innra mat er samvinnuverkefni alls skólasamfélagsins og allir hagsmunahópar þurfa að koma að helstu þáttum matsferlisins, eftir því sem við á. Skólastjóri ber ábyrgð á innra mati í sínum skóla en mikilvægt er að framkvæmd og utanumhald þess dreifist á fleiri aðila. Lagt er upp með að allir hagsmunaaðilar eigi fulltrúa í matsteymi Skarðshlíðarskóla því mun skólaráð gegna hlutverki matsteymis í Skarðshlíðarskóla en umbótateymi verður áfram starfandi við skólann.

Umbótateymi

Við Skarðshlíðarskóla er starfandi sérstakt umbótateymi sem leiðir innra mat skólans. Það er skipað eftirfarandi aðilum:

  • Ingibjörg Magnúsdóttir, skólastjóri
  • Margrét Lilja Pálsdóttir, aðstoðarskólastjóri
  • Helga Huld Sigtryggsdóttir, deildarstjóri yngstudeildar
  • Margrét Hildur Ríkharðsdóttir, deildarskóli mið og unglinadeildar
  • Helga Helgadóttir, deildarstjóri stoðþjónustu

Skólastjóri er formlegur ábyrgðaraðili teymisins og tengiliður við skólaráð/matsteymi skólans. Deildarstjórar fylgja eftir umbótavinnu innan sinnar deildar. Skólastjóri heldur utan um starf teymisins (ritar fundargerðir, boðar til fundar og gerir dagskrá). Teymið gerir sér starfsáætlun fyrir skólaárið og skiptir með sér verkum. Hlutverk umbótateymis er að:

  • Vinna starfsáætlun skólans
  • Vinna umbótaáætlun (sem birtist í starfsáætlun Skarðshlíðarskóla)
  • Fylgja eftir umbótaáætlun/umbótastarfi innan skólans.
  • Greina niðurstöður kannanna (Skólapúls, vinnustaðagreining, samræmd próf o.fl.) og kynna fyrir hagsmunaaðilum, koma með tillögur að umbótastarfi í kjölfarið og fylgja eftir innan skólans.

Skólapúlsinn

Skólapúlsinn er sérstakt verkfæri sem skólinn notar til að meta árangur út frá viðhorfum foreldra, nemenda og starfsmanna. Í lok hvers skólaárs kynnir skólinn niðurstöður úr Skólapúlsinum og vinnur að umbótaverkefnum í kjölfarið, út frá upplýsingum Skólapúlsins og öðrum upplýsingagjöfum sem skólinn nýtir sér.


Skólapúls 2022 - 2023 

Skólapúls 2021 - 2022

Skólapúls 2019 - 2020

Skólapúls 2017 - 2018

Áherslur skólans í innra mati og umbótaverkefni í kjölfar innra mats skólans birtist í mats- og umbótaáætlun skólans sem kynnt er nánar í starfsáætlun skólans. 





Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is