Veikindi og leyfi nemenda

Forsjáraðila ber að tilkynna veikindi og leyfi í gegnum InfoMentor fyrir 8:30. Ef misbrestur verður þar á er litið svo á að um óheimila fjarvist sé að ræða. Standi veikindi yfir í nokkra daga ber að tilkynna þau fyrir hvern dag.

 Inn á Mentor smellið þið á ástundunarreitinn og þar sjáið þið hnappinn „Tilkynna veikindi“. Með því að smella á hann getur þú valið daginn í dag eða á morgun en um leið og skólinn hefur samþykkt þessa tilkynningu færð þú tölvupóst til staðfestingar og liturinn á reitnum breytist. Einnig er hægt að velja bara ákveðna tíma.

Ef tilkynna þarf um leyfi í 3 daga eða fleiri er það gert með því að fylla út þar til gert eyðublað og senda það á skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is.  

Eyðublað:
Fjarvistartilkynning-fyrir-grunnskola-Hfj-2019 


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is