Nemendaverndarráð

Í Skarðshlíðarskóla er starfandi nemendaverndarráð sem fundar vikulega. Í því sitja Ingibjörg Magnúsdóttir skólastjóri, Rannveig Hafberg aðstoðarskólastjóri, Helga Helgadóttir deildarstjóri stoðþjónustu, Fjóla Sigrún Sigurðardóttir deildarstjóri Tómstundamiðstövar, Margrét Lilja Pálsdóttir deildarstjóri 5. - 10.bekk og Helga Huld SIgtryggsdóttir deildarstjóri 1. -4.bekkjar.

Nemendaverndarráð hefur það hlutverk að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur varðandi heilsugæslu, námsráðgjöf og sérfræðiþjónustu. Nemendaverndarráð skólans starfar skv. lögum um grunnskóla 91/2008 og reglugerð 584/2010 sem tekur til starfshátta nemendaverndarráða við grunnskóla. Nemendaverndarráð fjallar um málefni nemenda sem lögð hafa verið fyrir ráðið á sérstökum tilvísunareyðublöðum. Skila skal tilkynningum til nemendaverndarráðs til skólastjóra. Alltaf skal tilkynna forráðamönnum um að málefni nemenda séu send til ráðsins.


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is