Almennar upplýsingar

Í Skarðshlíðarskóla eru nemendur í 1. til og með 4. bekk. Í 1. og 2. bekk eru tvær bekkjardeildir en ein í 3. og 4. bekk. Í upphafi skólaársins 2017 - 2018 eru nemendur skólans 97 í 6 bekkjardeildum. Í skólanum er tveggja anna kerfi.

Þær götur sem tilheyra skólahverfinu eru Eskivellir 17, 19 og 21, Hafravellir, Hnoðravellir, Klukkuvellir og Kvistavellir. Meginreglan er sú að nemendur sæki skóla í því skólahverfi þar sem þeir hafa fasta búsetu.


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is