Fréttir

Fréttir af 4.bekk

Í lestrarspretti sem fram fór 11.-24. nóvember s.l. lásu nemendur í 4. bekk, sem alls eru 34 krakkar, samtals í 168 klst. eða 1.080 mínútur.Lesa meira

Fréttir af dönsku tíma hjá 6., 7. og 8.bekk

Í síðustu viku var sameiginlegur dönsku tími hjá 6., 7. og 8. bekk og unnu þau saman að því að gera stórt ættartré á dönsku.

Árgöngum var skipt í 7 hópa, þvert á árgangana, og var hver hópur með hópstjóra sem ábyrgur var fyrir því verkefni sem hópurinn fékk.

Útkoman var þetta glæsilega ættartré sem nú hangir á veggnum hjá mið- og unglingadeild. 

Lesa meira

Frír hafragrautur í boði í upphafi dags

Í haust var byrjað að bjóða upp á frían hafragraut í öllum skólum í Hafnarfirði bæði fyrir nemendur og starfsfólk. Nemendur mæta fyrr í skólann til að fá sér að borða áður en kennslan hefst. Nemendum í 1. til 6.bekk stendur til boða að mæta kl 7:50 og hafa því 20 mínútur til að fá sér að borða. Nemendur sem hefja skóladaginn kl 9 mega koma frá 8:40. Ef þau eru mætt snemma mega þau fá sér með yngri nemendum. Margir nemendur og starfsmenn nýta sér þessa þjónustu og fá sér fulla skál á hverjum morgni. Frábært framtak hjá Hafnarfjarðarbæ!

  

Lesa meira

Lestrarsprettur stendur yfir í október til nóvember í árgöngum.

28. okt - 10. nóv 2., 5. og 7. bekkur

11. nóv- 24. nóv 3. og 6. bekkur

25. nóv - 8. des. 1., 4. og 8. bekkur

Nemendur lita inn áklukkur fjölda mínútna sem lesin er heima og í skólanum. Þegar bekkurinn hefur náð 10 klukkutímum þá fer fiðrildi á stofuhurðina. Það er frábært að sjá hvað nemendur hafa verið duglegir að lesa.

Þetta eru myndir frá 2. Bekk.


Lesa meira

Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is