Fréttir

Fréttir af 1.bekk

Við í 1.bekk höfum verið að bralla ýmislegt undanfarna daga. Í stærðfræðihringekju í þessari viku vorum við að æfa okkur með form og mynstur. Unnum ýmis skemmtileg og fjölbreytt verkefni. Einnig horfðum við á leikritið Dýrin í Hálsaskógi í tilefni af bóka-og bíódagavikunni. Börnin gerðu svo Mikka ref úr formum. 


Lesa meira

Féttir frá leiklistarsmiðjunni

         Þessir frábæru krakkar í 5. Bekk eru þessa dagana að klára leiklistarsmiðju. Við höfum mikið unnið með spuna og hvernig við sköpum persónur út frá búningum og grímum. Hæfileikarnir leynast víða og hver veit nema það leynist Óskarsverðlaunahafi í hópnum. Eitt er víst að þau hafa svo sannarlega gaman af því að skapa. 


Lesa meira

Fundur með foreldrum pólskra barna

Við erum svo heppin í Skarðshlíðarskóla að vera með nemendur af mörgum þjóðernum. Fjölmennasti hlutinn er pólsk börn. Í gærkvöldi buðum við foreldrum þeirra nemenda á fund með túlki þar sem stefna skólans, SMT, áherslur í kennslu og fleira var kynnt. Á fundinum spunnust góðar umræður og foreldrar voru duglegir að spyrja spurninga.


Lesa meira

Orðaforði og lesskilningur

Tengsl eru á milli orðaforða og lesskilnings og orðaforði hefur mikið að segja varðandi læsi og námsgengi. Því fleiri orð, því meiri lesskilningur.

Hér er unnið með dýr og hugtökin: Villt dýr, gæludýr, húsdýr, spendýr og sjávardýr. Við byrjuðum að spjalla um hvað einkenndi hvern flokk. Krakkarnir nefndu dýrin og flokkuðu þau síðan á réttan stað á töflunni. Um leið rökstuddu þau af hverju dýrið tilheyrði viðkomandi flokki. Við veltum líka fyrir okkur hvort dýrin gætu átt heima í fleiri en einum hópi. 


Lesa meira

Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is