Fréttir

Dagur stærðfræðinnar

Í tilefni dags stærðfræðinnar sem var föstudaginn 1. febrúar gerði 5. bekkur tilraun sem fólst í því að athuga hve margir nemendur kæmust fyrir í 1 fermeter. Við límdum ferning sem var 1 x 1 meter á gólfið, 15 nemendur komust fyrir í ferningnum, þ.e. í 1 fermeter.  

 

Lesa meira

Samtalsdagur


Samtalsdagur verður miðvikudaginn 30. janúar. Þann dag er ekki kennsla en nemendur mæta með foreldrum til viðtals við kennara.
Foreldrar skrá sig í viðtal í gegnum Mentor en opið verður fyrir skráningu í Mentor frá mánudeginum 21. janúar til og með föstudeginum 25. janúar
Opið er Frístundaheimilinu Skarðsseli fyrir þá nemendur sem þar eiga pláss á samtalsdeginum, en foreldrar þurfa að skrá þau sérstaklega. Nánari upplýsingar um það koma fljótlega.


Opnunartími skólans á morgnana

Af gefnu tilefni viljum við benda á að skólinn opnar kl 7:45 á morgnana fyrir nemendur. Þá fyrst er komið starfsfólk til vinnu sem sinnir þeim. Húsnæðið verður læst fram að þeim tíma. Áfram verður hægt að hringja á skrifstofa skólans frá kl 7:30 á morgnana.

Lesa meira

Jólaball á morgun

Á morgun er jólaball Skarðshlíðarskóla. Nemendur mæta kl. 8:30 í heimastofu og dagskrá lýkur kl. 10:00. Þeir nemendur sem eru skráðir í Skarðssel fara þangað en aðrir eru komnir í jólafrí. Skóli hefst aftur mánudaginn 7. janúar. 


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is