Stofujól og jólaball

Þriðjudaginn 19. desember er kennt samkvæmt stundaskrá. Þá verða stofujól. Nemendur mega koma með sparinesti, þ.e. sætabrauð/snakk. Vinsamlegast athugið vel það sem þið sendið börnin með þar sem nemandi hjá okkur er með bráðahnetuofnæmi. Við erum  HNETULAUS skóli

Jólaballið verður miðvikudaginn 20. desember frá kl. 9:00 til 10:00. Þá klæðum við okkur í sparifötin, áragangarnir verða með stutt skemmtiatriði, við syngjum jólalög og dönsum í kringum jólatréð.

Rútan verður á stoppistöðinni kl. 8:30 og fer þaðan kl. 8:45. Rútan fer frá skólanum kl. 10:15.

Allir nemendur mega koma kl. 8:00 í Skarðssel, en þá verða foreldrar að koma með nemendur. Það þarf ekki að greiða fyrir þetta. Eftir jólaballið fara þeir nemendur sem eru skráðir í Skarðssel þangað, hinir fara heim með rútunni.


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is