Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn komu í heimsókn

 Í dag fengu krakkarnir í 3. bekk góða heimsókn. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn komu í heimsókn á sjúkrabílum og slökkvibíl. Krakkarnir fengu fræðslu um eldvarnir, en nú er árlegt eldvarnarátak slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Þau fengu að skoða bæði slökkvibílinn og sjúkrabílinn. Gestirnir hrósuðu börnunum mjög mikið og sögðust ekki hafa áður komið með fræðslu til svona prúðra barna. Börnin fengu ýmislegt að gjöf eins og; endurskinsmerki, bækling um eldvarnir, segul, bókamerki og söguna um Loga og Glóð, en aftast í bókinni er Eldvarnargetraun sem börnin þurfa að leysa í samvinnu við fjölskyldur sínar. Veitt eru vegleg verðlaun fyrir rétt svör. Þegar þau skila getrauninni til umsjónarkennara fá þau flott vasaljós. 


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is