Skráningakerfi frístundaheimilanna

Þann 15. maí sl. var gerð uppfærsla á skráningarkerfi frístundaheimilanna.  Þegar skráningar í fríststundaheimilin byrjuðu þann 20. maí þá kom í ljós að yfirfærslan á kerfinu hafði því miður ekki tekist alveg sem skildi. Í nýja kerfinu voru ófullnægjandi upplýsingar og því þurfti að loka kerfinu öðru hverju til þess að reyna laga það með tilheyra óþægindum fyrir foreldra og starfsmenn okkar. Umsóknarfrestur var því framlengdur til 15. júlí. Komið hefur í ljós að það hafa ekki allar umsóknir skilað sér í nýja kerfinu til okkar en það hefur valdið foreldrum og starfsmönnum miklum óþægindum.

Nú eigar þær skráningar sem ekki skiluðu sér að vera komnar inn í kerfið.
Við biðjumst velvirðingar á þessum óþægindum sem orðið hafa vegna þessa.

F.h. Fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðar

Geir

Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðar
Skrifstofa fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðar


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is