Skráning í frístund fyrir veturinn 2019 - 2020

FRÍSTUNDAHEIMILI

Frístundaheimili fyrir börn í 1.-4. bekk starfa við alla grunnskóla í Hafnarfirði. Hlutverk frístunda-heimila er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur fyrir nemendur á aldrinum 6-9 ára.

Skráning fyrir veturinn 2019-20 hefst 25. apríl 2019

Skráning í frístundaheimili fer fram á „Mínum síðum“ á www.hafnarfjordur.is og
skal fara fram fyrir 15. Júní 2019.

Uppsagnir og Breytingar
Uppsögn fyrir vorönn verður að tilkynna til viðkomandi deildastjóra frístundaheimilis fyrir 15. desember annars framlengist umsókn sjálfkrafa til og með júní.
Ef foreldrar vilja gera breyting á skráningunni fyrir haustönn þá er hægt að gera það frá 1. september til 15. september og tekur breytingin gildi þann 1. október.
Fyrir breytingu á vorönn þá er hægt að gera það frá 1. janúar til 15. janúar og tekur breytingin gildi 1. febrúar.
Nánari upplýsingar er að finna á http://www.hafnarfjordur.is/ibuar/skolar-og-born/fristundaheimili/

Mikilvægt er að fram komi ef barn þarf á stuðningi að halda.

Foreldrar geta valið um fjölda daga sem þeir kaupa fyrir barnið. Síðdegsihressing er innifalin. Gjaldskrá er aðgengileg á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar.

Staðfesting verður send á foreldra þegar barnið getur hafið dvöl á frístundaheimilinu.
stundaheimilið Krakkaberg í Setbergsskól
Aðstoð og upplýsingar
Þurfir þú á aðstoð að halda við innskráningu eða notkun á „Mínar síður” þá endilega hafðu samband við þjónustuver bæjarins í síma 585 5500 eða notaðu netspjallið á hafnarfjordur.is

Það skal tekið fram að ef ekki hefur tekist að fullmanna allar stöður á frístundaheimilum þegar starfsemin hefst næsta haust er hugsanlegt að einhverjar tafir geti orðið á því að barn geti hafið dvöl sína á heimilinu. Börn sem eru að hefja skólagöngu hafa forgang um dvöl á frístundaheimilum ef sótt er um fyrir 15 júní. Börn sem þurfa stuðning fá dvöl um leið og búið er að ráða inn stuðningsfulltrúa fyrir viðkomandi barn.

Sérstakir dagar og vetrarfrí

Opið er á skipulagsdögum og virka daga í páska- og jólafríi. Sækja þarf sérstaklega um vistun þessa daga og nánari upplýsingar eru sendar til foreldra áður en að þeim kemur. Frístundaheimilin eru lokuð alla rauða almanaksdaga og í vetrarfríi skólanna.

Leikjarnámskeið fyrir börn sem útskrifast af leikskóla

Námskeiðið er frá 8. til 21. ágúst eða frá því að sumarlokun leikskólanna lýkur og þar til starf grunnskólanna hefst með formlegum hætti, boðið er uppá fjölbreytt og uppbyggileg leikjanámskeið fyrir útskriftarhópa leikskólanna í öllum frístundaheimilum. Nánarir upplýsingar á www.fristund.is
Skráning fer fram á „Mínum síðum“ á www.hafnarfjordur.is

Fagstjóri frístundastarfs Linda Hildur Leifsdóttir lindah@hafnarfjordur.is
Linnetstígur 3 - Sími: 585-5500 Heimasíða: www.hafnarfjordur.is


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is