SKólahald næstu vikur

Kæru foreldrar og forráðamenn nemenda í Skarðshlíðarskóla

Næstu vikur verður breytt skipulag hjá okkur í Skarðshlíðarskóli.
Skólanum hefur verið skipt upp í hólf og engin samskipti eru á milli hólfa. Þess er gætt að nemendur hitti hvorki aðra nemendur né starfsfólk sem ekki er í þeirra hólfi. Þrif hafa verið aukin og spritt er í öllum stofum og svæðum.

Foreldrar tilkynna um veikindi og leyfi eins og venjulega og skrá það sjálfir í Mentor. Alltaf skal velja skráningu fyrir heilan dag. Ef um langtímaveikindi er að ræða sem eru ljós í dag, eða aðrar sérstakar aðstæður um leyfi hjá nemanda, skal það tilkynnt sérstaklega til skóla með því að senda tölvupóst á skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is

Nemendur í 5.-8. bekk fá kennslu í klukkustund 8:15 - 9.15 og 9:45 - 10:45 hjá umsjónarkennara.

5. 6. og 8. bekk hefur verið skipt í tvo minni hópa.

Umsjónakennarar senda ykkur upplýsingar um á hvoru tímabilinu barnið ykkar á að mæta. Þar sem um skerta kennslu er að ræða munu nemendur þurfa að vinna heima á hverjum degi. Miðað er við 2 klukkutíma heimavinnu hjá 5. - 6. bekk en þrjá klukkutíma hjá 7. – 8. bekk, hluti af því námi kemur frá íþróttakennurum.

Nemendur eiga að koma inn í skólann fyrir ofan hús.

Ekki verður opnað fyrr en á þeim tíma sem nemendur eiga að mæta.

Nemendur á mið-og unglingastigi fá ávöxt þegar þeir fara heim.

Ekki má koma með nesti/vatnsbrúsa að heiman.

Nemendur í 1. - 4. bekk fá kennslu frá kl. 11:30-13:20 hjá umsjónarkennara sínum.

Þegar nemendur á yngsta stigi mæta kl. 11.30 koma þeir inn fyrir neðan hús.

Nemendur í 1. og 3. bekkur ganga beint inn í sína kennslustofu frá skólalalóð.

Nemendur í 2. og 4. bekk ganga inn um sama inngang og venjulega..

Ekki verður opnað fyrr en á þeim tíma sem nemendur eiga að mæta.

Nemendur á yngsta stigi fá heimanám með sér heim á hverjum degi og er miðað við klukkutíma á dag. Hluti af því námi kemur frá íþróttakennurum.

Nemendur í fá hádegismat inni í stofu í upphafi sinnar kennslu (20 mín.) sem er tilbúinn til neyslu beint án sérhæfðrar skömmtunar, t.d. samloka, skyr, jógúrt, drykkur og annað sem hægt er að færa án þess að skömmtun eigi sér stað.

Eftir kennslu er nemendum hleypt út í hverri stofu þannig að hópar hittast ekki í skólahúsnæðinu.

Ekki má koma með nesti/vatnsbrúsa að heiman.

Frístundaheimili fyrir nemendur í 1. og 2. bekk

Eftir kennslu eru nemendur sem eru skráðir í frístund í 1. og 2. bekk áfram í stofunni þar sem starfsemi frístundaheimilis tekur við - fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir nú þegar. Frístundaheimilinu lokar kl. 15 en þá fara nemendur heim og er hleypt sér út í hverri stofu þannig að hópar hittast ekki í skólahúsnæðinu.

Þeir fá einnig ávöxt í frístundaheimili áður en haldið er heim

Foreldrum er ekki heimilt að koma ekki inn í skólabygginguna meðan á samkomubanni stendur.

Ef eitthvað er óljóst endilega sendið okkur línu.
Kær kveðja
Stjórnendur


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is