Samvera hjá 3.bekk

Samvera í boði 3. bekkjar sem haldin var í morgun gekk vonum framar og þökkum við kærlega öllum þeim sem komu og gáfu sér tíma til að vera með okkur. Við vorum að læra um himingeiminn og fannst því tilvalið að deila nýfenginni visku með skólafélögum, starfsfólki skólans auk ættingja. Við skiptum með okkur verkum en allir höfðu hlutverk. Við lásum, sömdum texta og skrifuðum, teiknuðum og máluðum og síðast en ekki síst, æfðum okkur oft og mikið í að lesa, spila, dansa og líka bara í að standa kyrr og vita hvað átti að gera hverju sinni. Það fór mikil vinna í undirbúning og það var því þeim mun skemmtilegra hversu vel allt gekk.

Þökkum fyrir okkur! Elva, Kolla, Svanhildur, Sólrún og allir nemendur í 3. bekk20190411_083149_155500298944020190411_084115


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is