Samstarf við eldri borgara

Þessi dásamlegu hjón og fleiri eldri borgarar koma og hlusta á nemendur í Skarðshlíðarskóla lesa í hverri viku. Þar sem Skarðshlíðarskóli er staðsettur í safnaðarheimili Ástjarnarsóknar þetta skólaárið fannst okkur tilvalið að nýta kosti þess og leituðum eftir samstarfi við eldri borgara sem mæta í starf eldri borgara í safnaðarheimilinu. Sr Kjartan sóknarprestur hafði milligöngu í máinu og fékk nokkra sjálfboðaliða til að mæta. Þetta hefur gengið vonum framar og nemendur eru hæst ánægðir með þá athygli og þá aðstoð sem þeir fá frá fólkinu sem kemur og lætur þau lesa. 


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is